BREYTA

Viðræðurnar í Washington ættu að snúast um uppsögn herstöðvasamningsins og úrsögn Íslands úr NATO

undirritun bókunar 9.4.96 Viðræðum um framtíð herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli er nú lokið í bili án þess að niðurstaða hafi fengist. Sendimenn utanríkisráðuneytisins hafa sem fyrr grátbeðið Bandaríkjamenn um að halda fjórum orrustuflugvélum hér en hafa í staðinn boðið að Íslendingar taki yfir verkefni þyrlusveitarinnar og samkvæmt fréttum hefur verið tekið vel í það. Samtök herstöðvaandstæðinga hafa alltaf krafist þess að Íslendingar segi upp herstöðvasamningnum, að Bandaríkjamenn hverfi burt af landinu með allt sitt hafurtask, hreinsi til eftir sig og að Íslendingar segi sig úr NATO. Samtökin hafa bent á að það sé alls ekki ætlun Bandaríkjamanna að leggja niður herstöðina. Valur Ingimundarson sagnfræðingur vék að þessu í fróðlegu viðtali í Ríkisútvarpinu 3. febrúar. Hann sagði m.a. að Bandaríkjamenn hefðu engan hug á að segja upp herstöðvasamningnum heldur vildu þeir halda aðstöðunni hér með lágmarksmannafla sem væri þá bara örfáir menn. Þeir gætu þá nýtt þessa aðstöðu aftur ef aðstæður breyttust án þess að þurfa að gera nýjan samning. Eins og Valur benti líka á þessu viðtali eru Bandaríkjamenn að færa mannafla sinn og hernaðartæki til mikilvægari átakasvæða, svo sem Mið-Asíu og Miðausturlanda. Og tilboð Íslendinga um að taka yfir verkefni þyrlusveitarinnar hentar þeim vel því að þyrlur eru einmitt mjög mikilvæg tæki t.d. í Afganistan og synd fyrir þá að hafa þær bundnar hér við að bjarga sjómönnum eða flytja slasaða Íslendinga. Nú þætti einhverjum kannski rökrétt að við sem friðarsinnar krefðumst þess að Bandaríkjamenn haldi áfram fullum styrk hér með þyrlum og orrustuflugvélum og koma þannig í veg fyrir að þær verði notaðar til óþurftarverka í öðrum heimsálfum. Við ættum kannski að skipuleggja Keflavíkurgöngu í því skyni! En einmitt með tilliti til þessa alþjóðlega samhengis, þessa alþjóðlega herstöðvanets Bandaríkjanna, er mikilvægast að við tökum þátt í sívaxandi alþjóðlegri baráttu gegn herstöðvum Bandaríkjanna um allan heim. Hér heima fyrir felst sú barátta í því að herstöðin verði lögð niður fyrir fullt og allt, herstöðvasamningnum verði sagt upp og síðast en ekki síst að Ísland segi sig úr NATO. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

35 þúsund manns mótmæla Futenma-herstöðinni á Okinawa

Nú munu vera um 50 þúsund hermenn í bandarískum herstöðvum í Japan. Flestir þeirra eru …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá

Menningardagskrá

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

Menningardagskrá sunnudag

Menningardagskrá sunnudag

Á sunnudaginn kl. 14 er hluthöfum í Friðarhúsi og öðrum velunnurum þess boðið í heimsókn …

SHA_forsida_top

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

8. mars: Þróunaraðstoð – í þágu hverra?

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur miðvikudaginn 8.mars 2006 kl.17 í …

SHA_forsida_top

30. mars-samkoma SHA

30. mars-samkoma SHA

Samkoma í Friðarhúsi í skugga minningarinnar um NATO-inngönguna 1949.

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu á Ingólfstorgi í Reykjavík 18. mars

18. mars: Stöðvum stríðið í Írak! Alþjóðlegar mótmælaaðgerðir verða helgina 18.-19. mars í tilefni …

SHA_forsida_top

Friðarmiðstöðin Ísland

Friðarmiðstöðin Ísland

Þessi grein var send Fréttablaðinu til birtingar í byrjun febrúar þegar viðræður um framtíð …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Undirbúningsfundur v. 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríði 18. mars n.k. undirbúnar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Undirbúningur fyrir 18. mars, alþjóðlegan mótmæladag gegn stríðinu í Írak

Opinn fundur í Friðarhúsinu miðvikudag 1. mars kl. 20 Á miðvikudagskvöldið kl. 20 verður …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Kjarnorkuvopnavandinn snýst ekki um Íran

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu laugardaginn 25. febrúar 2006 Viðleitni Íransstjórnar til að auðga …

SHA_forsida_top

Troðfullt Friðarhús

Troðfullt Friðarhús

Óhætt er að segja að fjáröflunarmatarboðið í Friðarhúsi á Safnanótt hafi tekist framar vonum. Meira …

SHA_forsida_top

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Samfylkingin: Ekki verði hægt að lýsa yfir stuðningi við stríð án samþykkis Alþingis

Á haustþingi, þann 11. október, lagði þingflokkur Samfylkingarinnar fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um breytingu á …

SHA_forsida_top

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Evrópska samfélagsþingið – European Social Forum – í Aþenu 4.-7. maí

Það eru víst flestir Íslendingar með það á hreinu hvað gerist í Aþenu 20. maí …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar.