BREYTA

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ã?sland úr Nató Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni þegar þau boð bárust frá Washington 15. mars síðastliðinn að til stæði að flytja herliðið burt frá herstöðinni á Miðnesheiði. Menn hafa áhyggjur af atvinnu þeirra íslensku starfsmanna við herstöðina, sem hefur nú verið sagt upp störfum, og einnig hvernig haga skuli björgunarmálum þegar þyrlur Bandaríkjahers verða ekki lengur tiltækar og hvort Bandaríkjaher hreinsi til eftir sig. Að öðru leyti virðist það nokkuð almennt álit að eðlilegt sé að þetta svokallaða varnarlið sé á förum og mörgum, jafnvel málsmetandi mönnum innan Sjálfstæðisfokksins, finnst eðlilegt að nú verði skrefið stigið til fulls og herstöðvasamningnum sagt upp. Að því leyti sem menn telja einhverjar hervarnir nauðsynlegar, þá eru skiptar skoðanir uppi um hvernig þeim skuli hagað og meðal annars hefur verið bent á að best sé að líta til Evrópu. Það má auðvitað segja að það sé með ólíkindum að nokkrum skuli detta í hug að leita eftir slíku samstarfi við árásarhneigðasta ríki heims, ríki sem að undanförnu hefur orðið uppvíst að ólögmætum innrásum, stórfelldum mannréttindabrotum og brotum á alþjóðasáttmálum, svo með ólöglegum fangelsum í Guantanomo og leynilegum fangaflutningum, sbr. skýrslu Amnesty International sem var birt 5. apríl. Þetta er svona svipað og að biðja mafíuna að vernda sig gegn glæpum. Afstaða Samtaka herstöðvaandstæðinga er hinsvegar ljós: Ísland er best sett án hers, án herstöðva og án aðildar að hernaðarbandalögum. Það þjónar Íslendingum best og það er besta framlag okkar til heimsfriðar. Viðræðurnar við Bandaríkjamenn 30.-31. mars Íslenska ríkisstjórnin sér hins vegar enga aðra leið en halda áfram að suða í Bandaríkjamönnum. Bandaríkjamenn voru ekkert að hangsa eftir símhringinguna frá Washington 15. mars, íslensku starfsmennirnir eru þegar búnir að fá uppsagnarbréfin og byrjað er að taka niður ýmsan búnað í herstöðinni. Samt sendu þeir sendinefnd hingað 30. mars og sat hún á fundum með íslenskum embættismönnum 30. og 31. mars. Furðu litlar fréttir hafa þó borist af þessum viðræðum. Í Morgunblaðinu 1. apríl er greint frá viðræðunum, en næsta lítið upp úr þeirri frétt að hafa. Mark Pekala, varaaðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að bandarísk stjórnvöld væru að vinna að áætlun um varnir Íslands í samræmi við varnarsamninginn frá 1951 og meta varnarþörf og kvaðst telja að þessi vinna myndi leiða til öflugri varna hér á landi sem og í Bandaríkjunum. Jafnframt staðfesti hann að F-15 orrustuþoturnar verði farnar héðan í síðasta lagi í lok september. Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna, sagði að fram hefði komið vilji beggja stjórnvalda til að styrkja varnarsamstarfið. Utanríkisráðherra Íslands sagðist vonast eftir að út úr áætlun Bandaríkjamanna komi eitthvað sem mark sé á takandi og að komið yrði til móts við kröfur og óskir Íslendinga en annars hafi fundurinn verið á almennu nótunum. Þá sagði hann að m.a. hefði verið fjallað um björgunarmál og einnig „farið yfir önnur málefni sem lúta að samstarfi um aðrar ógnir; hryðjuverkastarfsemi, glæpastarfsemi og þess háttar, sem eru kannski meira lögreglumál.“ Gert er ráð fyrir að annar fundur verið innan fárra vikna og síðan fleiri í kjölfarið. Í frétt Vísi 1. apríl er haft eftir þeim Pekala og van Voorst að það sé einlægur vilji Bandaríkjanna að sinna áfram varnarhlutverki sínu hér á landi og annað er svo sem ekki í þeirri frétt. Í Fréttablaðinu 1. apríl er haft eftir Geir Haarde utanríkisráðherra: „Við viljum hafa hér áætlun um trúverðugar varnir sem gerir það að verkum að engum detti í hug að koma hér upp að landinu með óvæntum hætti eða ógna okkur. Það er það sem við höfum talað um. Við þurfum að hafa hér lágmarksvarnir eins og allar aðrar þjóðir.“ En það eru líka birtir eftirfarandi punktar úr viðræðunum:
    Punktar úr viðræðunum - Mörg atriði enn órædd Það sem rætt var um • Kröfur og óskir Íslendinga - ekki gefið upp • Aðstoð Bandaríkjamanna í björgunarmálum og samstarf gegn hryðjuverkum • Að Bandaríkin ætli að standa við skuldbindingar sínar • Að bandarísk stjórnvöld útbúi varnaráætlun fyrir Ísland • Breyttar áherslur Bandaríkjamanna í varnarmálum á alþjóðavettvangi Það sem ekki var rætt um • Kaup eða leiga á þyrlum • Hvenær þyrlurnar fara af landi brott • Mannvirki Varnarliðsins og hvernig afnot herinn vilji hafa af þeim í framtíðinni • Hvernig herinn hagar brottflutningi næstu mánuði • Starfslok íslensku starfsmannanna á Keflavíkurflugvelli
Hér vekur athygli að ekki var rætt um það sem mörgum þykir kannski mest aðkallandi: Starfslok íslensku starfsmannanna á Keflavíkuflugvelli. Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna 5. apríl vakti þingmaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, máls á því á Alþingi að ekkert samráð hafi verið haft við utanríksmálanefnd. Hann sagði m.a.: „Síðastliðinn föstudag hófust samningaviðræður á milli Bandaríkjamanna og Íslendinga. Það hafa komið mjög misvísandi skilaboð úr þeim viðræðum. Hæstv. utanríkisráðherra kvaðst mjög bjartsýnn eftir þær viðræður en hæstv. forsætisráðherra sagði að ekkert nýtt hefði komið fram. Það var sömuleiðis alveg ljóst að það var meiningarmunur á milli hæstv. utanríkisráðherra og forsætisráðherra um hvert stefna ætti. Hæstv. utanríkisráðherra talaði með þeim hætti að það var ljóst af máli hans að hann taldi að það væri einboðið að halda áfram tvíhliða varnarsamningnum við Bandaríkin og það var erfitt að skilja hann með öðrum hætti en svo að það væri forgangsatriði en það ætti ekki að skoða aðra möguleika í stöðunni.“ (Ath. tilvitnanir í þessar umræður eru með fyrirvara um að textinn er enn óyfirlesin á vef Alþingis). Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, tók í sama streng og sagði það vekja athygli að utanríkisráðherra sæi ekki aðra kosti í stöðunni en tvíhliða viðræður við Bandaríkin „og er ég þar ekki að horfa til faðmlagsins við önnur NATO-ríki í því efni. Það bjóðast aðrir kostir einnig til að tryggja öryggi Íslands til frambúðar og ég tel að á þeim tímamótum sem Íslendingar eru nú þá eigum við að efna til þverpólitískrar umræðu um þá kosti sem nú bjóðast Íslendingum í þessari stöðu.“ Varðandi viðskilnað Bandaríkjastjórnar og Bandaríkjamanna á Miðnesheiði minnti hann á þingsályktunartillögu VG um þverpólitíska nefnd til að taka á því verkefni, tillögu sem reyndar er nú flutt í annað sinn þar eð hún fékkst ekki útrædd í fyrra. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvaðst hefði viljað sjá þverpólitíska vinnu um málið. „Það eru áhöld um hvort ríghalda eigi áfram í varnarsamninginn við Bandaríkjamenn. Það eru líka áhöld um hvort við eigum að leita leiða varðandi nánara samstarf við aðrar Evrópuþjóðir. “ Það vekur athygli, að í þessum viðræðum við Bandaríkjamenn kemur fram, að þeir eru að vinna að áætlun um varnir Íslands og meta varnarþörf, en á sama tíma liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga frá fjórum þingmönnum Samfylkingarinnar um opinbera nefnd um öryggi og varnir Íslands. Tillaga þessi var lögð fram 10. október en tekin til fyrri umræðu 4. og 7. nóvember. (Sjá einnig umsögn SHA). Þessi tillaga var einnig flutt fyrir tveimur árum en fékk ekki afgreiðslu. Það virðist ljóst að ríkisstjórnin ætlar að fela sig á vald Bandaríkjunum sama hversu niðurlægð hún er af bandarískum stjórnvöldum. Allt bendir til að meirihluti þjóðarinnar vilji að herstöðinni verði lokað fyrir fullt og allt og herinn hreinsi til eftir sig. Það er þó líklegast að henni verði ekki að þeirri ósk sinni baráttulaust. Það er aðeins eitt til ráða: að herða andófið gegn hernum og aðildinni að Nató enn frekar. Ritstjóri

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Yfirlýsing CND um kjarnorkuáætlun Írana

Bresku friðarsamtökin Campaign for Nuclear Disarmament (CND) sendu frá sér yfirlýsingu 10. apríl síðastliðinn …

SHA_forsida_top

Friðargæsla

Friðargæsla

Hugtakið „pacification“ (sjá skilgreiningu að neðan) var einu sinni notað af Bandaríkjamönnum til að snyrta …

SHA_forsida_top

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpið hættir

Kanaútvarpinu, útvarpsstöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, var lokað 1. júní síðastliðinn eftir 55 ára starfsemi. …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Vígvæðing NATO: Bandaríkjamenn koma gagneldflaugum fyrir í Póllandi og Tékklandi

Í grein í New York Times 22. maí var sagt frá því að Bandaríkjastjórn áætli …

SHA_forsida_top

Haditha: My Lai Íraks?

Haditha: My Lai Íraks?

Fréttir af fjöldamorðum bandarískra hermanna í bænum Haditha í Írak 19. nóvember í fyrra hafa …

SHA_forsida_top

Fundað í friðarhúsi

Fundað í friðarhúsi

Miðnefnd SHA og stjórn Friðarhúss funda sameiginlega til að ræða starfsemina næsta haust og rekstur …

SHA_forsida_top

G8 2007, kynningarfundur

G8 2007, kynningarfundur

Kynningarfundur og samkoma í tengslum við fyrirhugaðar aðgerðir gegn G8 fundi í Þýskalandi á næsta …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK heldur félagsfund í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

G-8 og hreyfing hreyfinganna

G-8 og hreyfing hreyfinganna

Kynningarfundur, 30. maí kl. 20:00 Friðarhús er vettvangur funda ýmissa frjálsra félagasamtaka sem …

SHA_forsida_top

Málsverður á föstudag

Málsverður á föstudag

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss eru sívinsælir. Föstudagskvöldið 26. maí (kvöldið fyrir kjördag) verður blásið til veislu. Guðrún …

SHA_forsida_top

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Símar herstöðvandstæðinga hleraðir: Hversu lengi var hlerað?

Upplýsingar Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings um símahleranir á tímum kalda stríðsins hafa vakið verðskuldaða athygli. …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Matur fyrir …

SHA_forsida_top

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í …

SHA_forsida_top

Heitt friðarhaust 2006

Heitt friðarhaust 2006

Mikill hugur er nú í evrópskum friðarsinnum og öðrum baráttumönnum fyrir öðruvísi og betri veröld …