BREYTA

Viðskiptabann á Ísrael

boycott Israel Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar 1. ágúst hvatti hann til að stjórmálasambandi við Ísrael yrði slitið og sett á viðskiptabann. Fleiri greinar hafa fylgt í kjölfarið, sjá ogmundur.is. Það er líka ástæða til að vekja athygli á yfirlýsingu hafnarverkamanna í Liverpool frá 28. júlí. Þar átelja þeir verkalýðsfélög fyrir að hafa sýnt lítil viðbrögð við árásunum á Líbanon. Minnt er á það að á fjórða áratugnum fóru verkamenn frá Merseyside til Spánar til að berjast gegn fasimanum, 1973 neituðu vélvirkjar í Rolls Royce verksmiðjunum í Glasgow að aðstoða við flutning Rolls Royce flugvélahreyfla, sem átti að selja herforingjastjórninni í Chile, og á níunda áratugnum tóku hafnarverkamenn í Liverpool þátt í viðskiptabanni gagnvart Suður-Afríku eins og verkalýðsfélög víða um heim. Vitnað er í orð Willie Madisha, forseta suðurafríska verkalýðssambandsins COSATU, um að viðskiptabannið á Suður-Afríku hafi auðveldað baráttuna þar og á sama hátt gæti viðskiptabann virkað gagnvart Ísrael. Á undanförnum árum hafa af og til heyrst raddir um að tími væri kominn til að setja viðskiptabann á Ísrael. Framferði ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum hefur verið kennt við apartheid, en svo var aðskilnaðarstefna hvítra stjónvalda í Suður-Afríku kölluð á sínum tíma. Með viðskiptabanni tókst að brjóta þá stefnu á bak aftur. Einhverjir kunna að sjá tvískinnung í því, að þeir sem börðust gegn viðskiptabanni á Írak á valdatíma Saddams Hussein skuli nú krefjast viðskiptabanns á Ísrael. Málið er hins vegar það að viðskiptabann nýtist misjafnlega eftir aðstæðum og gengur illa gagnvart einræðisstjórn á borð við stjórn Saddam Husseins þar sem ráðamenn láta sig hag almennings litlu skipta en geta sjálfir lifað í vellystingum praktuglega þrátt fyrir viðskiptabann. Suður-Afríka var hins vegar lýðræðisríki að því er sneri að hvíta minnihlutanum og Ísraelsríki er líka lýðræðisríki, þetta eru ríki og þjóðir sem er umhugað að teljast í klúbbi hinna vestrænu lýðræðisríkja og taka m.a. þátt í menningarlegu samstarfi (svo sem Evróvisjón) og alþjóðlegum íþróttakeppnum. Almenningur og almannasamtök voru líka virk, listamenn og samtök þeirra, íþróttafélög og verkalýðsfélög. Roger Waters sýndi frumkvæði með því að aflýsa snemma í sumar fyrirhuguðum hljómleikum í Ísrael og frést hefur af fleiri tónlistarmönnum sem hafa gert það. Verkalýðsfélög gætu byrjað á því að senda verkalýðsfélögum í Ísrael skilaboð, sömuleiðis gætu listamenn sent kollegum sínum í Ísrael skilaboð. Í Írak olli viðskiptabannið hungurneyð og dauða ótal óbreyttra borgara, ekki síst barna. Í Suður-Afríku virkaði það fyrst og fremst þannig að hvíta minnihlutanum skildist að með framferði sínu væri hann ekki talinn hæfur í hinn vestræna klúbb og þannig myndi viðskiptabann virka á Ísrael. Viðskiptabanni þarf ekki að haga þannig að það valdi neyð meðal almennings. Styrkur viðskiptabannsins á Suður-Afríku lá í allt öðru. Í ályktun sinni skora hafnarverkamennirnir í Liverpool á launafólk að:
  1. sniðganga vörur frá Ísrael (sjá „Sniðgöngum ísraelskar vörur“ á palestina.is)
  2. athuga hvort vinnuveitandi eigi einhver viðskipti við Ísrael og taka það þá til umræðu
  3. taka málið upp innan verkalýðsfélgsins og krefjast þess að ástandið í Líbanon og á Gaza sé viðurkennt sem mál er varðar verkalýðshreyfinguna og kallar á viðbrögð hennar
  4. taka þátt í mótmælaaðgerðum og gefa fé í safnanir handa fórnarlömbum árásarstefnu Ísraels
  5. að skerast, ef mögulegt er, beint í leikinn til að stöðva viðskipti við Ísrael
Sjá einnig: „Time to Impose Sanctions on Israel“ eftir Harry van Bommel, þingmann Sósíalistaflokks Hollands „ICAHD First Israeli Peace Group to Call for Sanctions“, 27. janúar 2005

Færslur

Kænugarður eftir sprengjuregn Rússa

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Stöðvið stríðið í Úkraínu strax - semjið um frið og sam­vinnu í Evrópu

Við undirritaðir friðarsinnar á Íslandi skorum á leiðtoga evrópskra ríkja að stöðva stríðið í Úkraínu …

kertafleyting_2014

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Dorgað fyrir friði! – Lítil þúfa veltir þungu hlassi

Leiðtogar Evrópuráðsins koma saman í Reykjavík á sama tíma og blóðugt stríð fer fram í …

1.-maí-kaffi-2

1. maí kaffi SHA 2023

1. maí kaffi SHA 2023

Hitið upp fyrir kröfugönguna með hinu hefðbundna og einkar veglega 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga

Aprílmálsverður hernaðarandstæðinga föstudaginn 28. apríl verður glæsilegur að þessu sinni. Daníel E. Arnarson er frábær …

USA-Rússland

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Ályktun miðnefndar SHA gegn þjónustu við kjarnorkukafbáta

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd tekur til starfa

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Ályktun landsfundar: Ísland úr Nató – sem aldrei fyrr!

Stríðið í Úkraínu hefur reynst vatn á myllu hernaðarsinna og þeirra afla sem telja að …

SHA_forsida_top

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Ályktun landsfundar um tafarlausan frið í Úkraínu

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga krefst þess að samið verði um vopnahlé í stríðinu í Úkraínu án …

SHA_forsida_top

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Marsfjáröflunar-málsverður SHA

Föstudaginn 31. mars verður fjáröflunarmálsverður SHA haldinn í Friðarhúsi og um leið verður landsfundur samtakanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA - 1. apríl

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, laugardaginn 1. apríl. Dagskrá hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Stríðsglæpirnir og dómstóllinn

Í tengslum við yfirstandandi stríð í Úkraínu hefur mörgum orðið tíðrætt um mikilvægi þess að …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Febrúarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður SHA í Friðarhúsi verður að venju síðasta föstudagskvöld í mánuðinum, 24. febrúar að …

SHA_forsida_top

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Stöðvum stríðið í Úkraínu!

Mótmælum innrás Rússa í Úkraínu og krefjumst tafarlauss friðar. Mótmæli við rússneska sendiherrabústaðinn, Túngötu 24, …

SHA_forsida_top

Birtingar­mynd sturlunar

Birtingar­mynd sturlunar

Hlutverk Íslendinga er að bera klæði á vopnin Fyrir um þremur áratugum …

Herfer1

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur á Safnanótt

Sjöundi áratugurinn gengur aftur: Mótmælagöngur og aðgerðir 1960-69 í Friðarhúsi föstudaginn 3. febrúar kl. 18:00-23:00. …