BREYTA

Viðskiptabann á Ísrael

boycott Israel Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar 1. ágúst hvatti hann til að stjórmálasambandi við Ísrael yrði slitið og sett á viðskiptabann. Fleiri greinar hafa fylgt í kjölfarið, sjá ogmundur.is. Það er líka ástæða til að vekja athygli á yfirlýsingu hafnarverkamanna í Liverpool frá 28. júlí. Þar átelja þeir verkalýðsfélög fyrir að hafa sýnt lítil viðbrögð við árásunum á Líbanon. Minnt er á það að á fjórða áratugnum fóru verkamenn frá Merseyside til Spánar til að berjast gegn fasimanum, 1973 neituðu vélvirkjar í Rolls Royce verksmiðjunum í Glasgow að aðstoða við flutning Rolls Royce flugvélahreyfla, sem átti að selja herforingjastjórninni í Chile, og á níunda áratugnum tóku hafnarverkamenn í Liverpool þátt í viðskiptabanni gagnvart Suður-Afríku eins og verkalýðsfélög víða um heim. Vitnað er í orð Willie Madisha, forseta suðurafríska verkalýðssambandsins COSATU, um að viðskiptabannið á Suður-Afríku hafi auðveldað baráttuna þar og á sama hátt gæti viðskiptabann virkað gagnvart Ísrael. Á undanförnum árum hafa af og til heyrst raddir um að tími væri kominn til að setja viðskiptabann á Ísrael. Framferði ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum hefur verið kennt við apartheid, en svo var aðskilnaðarstefna hvítra stjónvalda í Suður-Afríku kölluð á sínum tíma. Með viðskiptabanni tókst að brjóta þá stefnu á bak aftur. Einhverjir kunna að sjá tvískinnung í því, að þeir sem börðust gegn viðskiptabanni á Írak á valdatíma Saddams Hussein skuli nú krefjast viðskiptabanns á Ísrael. Málið er hins vegar það að viðskiptabann nýtist misjafnlega eftir aðstæðum og gengur illa gagnvart einræðisstjórn á borð við stjórn Saddam Husseins þar sem ráðamenn láta sig hag almennings litlu skipta en geta sjálfir lifað í vellystingum praktuglega þrátt fyrir viðskiptabann. Suður-Afríka var hins vegar lýðræðisríki að því er sneri að hvíta minnihlutanum og Ísraelsríki er líka lýðræðisríki, þetta eru ríki og þjóðir sem er umhugað að teljast í klúbbi hinna vestrænu lýðræðisríkja og taka m.a. þátt í menningarlegu samstarfi (svo sem Evróvisjón) og alþjóðlegum íþróttakeppnum. Almenningur og almannasamtök voru líka virk, listamenn og samtök þeirra, íþróttafélög og verkalýðsfélög. Roger Waters sýndi frumkvæði með því að aflýsa snemma í sumar fyrirhuguðum hljómleikum í Ísrael og frést hefur af fleiri tónlistarmönnum sem hafa gert það. Verkalýðsfélög gætu byrjað á því að senda verkalýðsfélögum í Ísrael skilaboð, sömuleiðis gætu listamenn sent kollegum sínum í Ísrael skilaboð. Í Írak olli viðskiptabannið hungurneyð og dauða ótal óbreyttra borgara, ekki síst barna. Í Suður-Afríku virkaði það fyrst og fremst þannig að hvíta minnihlutanum skildist að með framferði sínu væri hann ekki talinn hæfur í hinn vestræna klúbb og þannig myndi viðskiptabann virka á Ísrael. Viðskiptabanni þarf ekki að haga þannig að það valdi neyð meðal almennings. Styrkur viðskiptabannsins á Suður-Afríku lá í allt öðru. Í ályktun sinni skora hafnarverkamennirnir í Liverpool á launafólk að:
  1. sniðganga vörur frá Ísrael (sjá „Sniðgöngum ísraelskar vörur“ á palestina.is)
  2. athuga hvort vinnuveitandi eigi einhver viðskipti við Ísrael og taka það þá til umræðu
  3. taka málið upp innan verkalýðsfélgsins og krefjast þess að ástandið í Líbanon og á Gaza sé viðurkennt sem mál er varðar verkalýðshreyfinguna og kallar á viðbrögð hennar
  4. taka þátt í mótmælaaðgerðum og gefa fé í safnanir handa fórnarlömbum árásarstefnu Ísraels
  5. að skerast, ef mögulegt er, beint í leikinn til að stöðva viðskipti við Ísrael
Sjá einnig: „Time to Impose Sanctions on Israel“ eftir Harry van Bommel, þingmann Sósíalistaflokks Hollands „ICAHD First Israeli Peace Group to Call for Sanctions“, 27. janúar 2005

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …