BREYTA

Viðskiptabann á Ísrael

boycott Israel Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar 1. ágúst hvatti hann til að stjórmálasambandi við Ísrael yrði slitið og sett á viðskiptabann. Fleiri greinar hafa fylgt í kjölfarið, sjá ogmundur.is. Það er líka ástæða til að vekja athygli á yfirlýsingu hafnarverkamanna í Liverpool frá 28. júlí. Þar átelja þeir verkalýðsfélög fyrir að hafa sýnt lítil viðbrögð við árásunum á Líbanon. Minnt er á það að á fjórða áratugnum fóru verkamenn frá Merseyside til Spánar til að berjast gegn fasimanum, 1973 neituðu vélvirkjar í Rolls Royce verksmiðjunum í Glasgow að aðstoða við flutning Rolls Royce flugvélahreyfla, sem átti að selja herforingjastjórninni í Chile, og á níunda áratugnum tóku hafnarverkamenn í Liverpool þátt í viðskiptabanni gagnvart Suður-Afríku eins og verkalýðsfélög víða um heim. Vitnað er í orð Willie Madisha, forseta suðurafríska verkalýðssambandsins COSATU, um að viðskiptabannið á Suður-Afríku hafi auðveldað baráttuna þar og á sama hátt gæti viðskiptabann virkað gagnvart Ísrael. Á undanförnum árum hafa af og til heyrst raddir um að tími væri kominn til að setja viðskiptabann á Ísrael. Framferði ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum hefur verið kennt við apartheid, en svo var aðskilnaðarstefna hvítra stjónvalda í Suður-Afríku kölluð á sínum tíma. Með viðskiptabanni tókst að brjóta þá stefnu á bak aftur. Einhverjir kunna að sjá tvískinnung í því, að þeir sem börðust gegn viðskiptabanni á Írak á valdatíma Saddams Hussein skuli nú krefjast viðskiptabanns á Ísrael. Málið er hins vegar það að viðskiptabann nýtist misjafnlega eftir aðstæðum og gengur illa gagnvart einræðisstjórn á borð við stjórn Saddam Husseins þar sem ráðamenn láta sig hag almennings litlu skipta en geta sjálfir lifað í vellystingum praktuglega þrátt fyrir viðskiptabann. Suður-Afríka var hins vegar lýðræðisríki að því er sneri að hvíta minnihlutanum og Ísraelsríki er líka lýðræðisríki, þetta eru ríki og þjóðir sem er umhugað að teljast í klúbbi hinna vestrænu lýðræðisríkja og taka m.a. þátt í menningarlegu samstarfi (svo sem Evróvisjón) og alþjóðlegum íþróttakeppnum. Almenningur og almannasamtök voru líka virk, listamenn og samtök þeirra, íþróttafélög og verkalýðsfélög. Roger Waters sýndi frumkvæði með því að aflýsa snemma í sumar fyrirhuguðum hljómleikum í Ísrael og frést hefur af fleiri tónlistarmönnum sem hafa gert það. Verkalýðsfélög gætu byrjað á því að senda verkalýðsfélögum í Ísrael skilaboð, sömuleiðis gætu listamenn sent kollegum sínum í Ísrael skilaboð. Í Írak olli viðskiptabannið hungurneyð og dauða ótal óbreyttra borgara, ekki síst barna. Í Suður-Afríku virkaði það fyrst og fremst þannig að hvíta minnihlutanum skildist að með framferði sínu væri hann ekki talinn hæfur í hinn vestræna klúbb og þannig myndi viðskiptabann virka á Ísrael. Viðskiptabanni þarf ekki að haga þannig að það valdi neyð meðal almennings. Styrkur viðskiptabannsins á Suður-Afríku lá í allt öðru. Í ályktun sinni skora hafnarverkamennirnir í Liverpool á launafólk að:
  1. sniðganga vörur frá Ísrael (sjá „Sniðgöngum ísraelskar vörur“ á palestina.is)
  2. athuga hvort vinnuveitandi eigi einhver viðskipti við Ísrael og taka það þá til umræðu
  3. taka málið upp innan verkalýðsfélgsins og krefjast þess að ástandið í Líbanon og á Gaza sé viðurkennt sem mál er varðar verkalýðshreyfinguna og kallar á viðbrögð hennar
  4. taka þátt í mótmælaaðgerðum og gefa fé í safnanir handa fórnarlömbum árásarstefnu Ísraels
  5. að skerast, ef mögulegt er, beint í leikinn til að stöðva viðskipti við Ísrael
Sjá einnig: „Time to Impose Sanctions on Israel“ eftir Harry van Bommel, þingmann Sósíalistaflokks Hollands „ICAHD First Israeli Peace Group to Call for Sanctions“, 27. janúar 2005

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …