BREYTA

Yfirlýsing frá fundi alþýðuhreyfinganna á fjórða Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu 7. maí 2006

esf4 Fjórða Evrópska samfélagsþinginu (European Social Forum) lauk í Aþenu 7. maí. Í lok Evrópsku samfélagsþinganna hefur venjulega verið haldinn almennur fundur sem hefur verið kallaður „fundur alþýðuhreyfinganna“ eða á ensku Assembly of the Social Movements. Aðalverkefni þessara funda er að ræða sameiginlega baráttu næstu misserin og koma sé saman um stutta yfirlýsingu. Samskonar fundir hafa verið haldnir í lok Alþjóðlegu samfélagsþinganna (World Social Forum). Á þessum fundum hafa oft verið teknar eða staðfestar ákvarðanir um samevrópska eða alþjóðlega baráttudaga. Rétt er að taka fram að þessar yfirlýsingar eru ekki í nafni samfélagsþinganna sem slíkra, enda ekki gert ráð fyrir að þau skili neinum sameiginlegum yfirlýsingum eða ályktunum. Yfirlýsinguna má finna á ensku og fleiri tungumálum hér. Við, konur og karlar í alþýðuhreyfingum víðs vegar um Evrópu, hittumst í Aþenu eftir áralanga sameiginlega reynslu, baráttu gegn stríði, nýfrjálshyggju, hverskyns heimsvaldastefnu, nýlendustefnu, kynþáttahyggju, mismunun og arðráni og gegn öllu því sem stefnir vistkerfinu í voða. Undanfarið ár hefur einkennst af árangursríkri baráttu gegn ýmsum birtingarformum nýfrjálshyggjunnar og má þar nefna evrópsku stjórnarskrána, tilskipun ESB um hafnir og löggjöf um vinnu ungs fólks í Frakklandi. Hreyfingar í andstöðu við nýfrjálshyggjuna fara vaxandi og takast á við fjölþjóðafyrirtækin, G8-ríkjasamstarfið og stofnanir eins og Alþjóðaviðskiptastofnunina, Alþjóðgjaldeyrissjóðinn og Alþjóðabankann sem og nýfrjálshyggju einstakra ríkja og Evrópusambandsins. Mikilvægar pólitískar breytingar hafa orðið í Rómönsku Ameríku. Þær hafa hamlað gegn sókn nýfrjálshyggjunnar og í sumum tilvikum hafa alþýðuhreyfingar náð að snúa við þróun einkavæðingarinnar. Eins og staðan er nú sjáum við mörg tækifæri en einnig margar hættur. Andstaða og andóf gegn stríðinu í Írak og hernámi landsins hafa afhjúpað þær ógöngur sem stefna Bandaríkjanna og Bretlands hefur leitt til. Heimurinn stendur frammi fyrir martröð nýrrar styrjaldar í Íran. Hin óyfirvegaða ákvörðun Evrópusambandsins að hætta fjárveitingum til stjórnvalda í Palestínu er forkastanleg og stefnir stöðu mála þar í enn meiri voða. Og enn hefur ekki verið bundinn endir á kúgun kúrdísku þjóðarinnar. Íhaldssöm öfl í norðri og suðri ýta undir „átök milli menningarheima“ í því skyni að sundra kúgaðri alþýðu sem svarar með ólíðandi ofbeldi, skrílslátum og aðför að réttindum og heiðri innflytjenda og minnihlutahópa. Þótt Evrópusambandið sé eitt af auðugustu svæðum heims búa tugir milljóna við fátækt, annaðhvort vegna fjöldaatvinnuleysis eða vaxandi öryggisleysis á vinnumarkaði. Stefna Evrópusambandsins, sem byggist á sífellt aukinni samkeppni innan og utan Evrópu, felur í sér atlögu að atvinnuöryggi, réttindum og velferð vinnandi alþýðu, almannaþjónustu, menntun og heilbrigðiskerfi og svo mætti áfram telja. Evrópusambandið stefnir að launalækkunum, að skera niður atvinnubundin réttindi og gera öryggisleysi á vinnumarkaði að almennri reglu. Við höfnum nýfrjálshyggju Evrópusambandsins og hverskyns tilraunum til að setja aftur á dagskrá þá stjórnaskrá sem hefur verið hafnað; við berjumst fyrir öðruvísi Evrópu, femínískri, vistvænni, opinni Evrópu, Evrópu friðar, félagslegs réttlætis og sjálfbærs lífs, Evrópu sem er sjálfri sér næg um fæðuöflun, Evrópu þar sem samstaða, viðurkenning á réttindum minnihlutahópa og sjálfsákvörðunarréttur þjóða eru í heiðri höfð. Við fordæmum nornaveiðar og aðdróttanir gagnvart framfarasinnuðum hreyfingum í Austur- og Vestur-Evrópu, hreyfingum sem berjast gegn hinni kapítalísku hnattvæðingu, hreyfingum sem berjast fyrir annarskonar hnattvæðingu. Á Evrópska samfélagsþinginu í Aþenu hefur okkur tekist að samhæfa betur hreyfingar í austri og vestri með sameiginlegum ásetningi um að berjast fyrir friði, atvinnu og öryggi. Við munum kynna áætlanir okkar um sameiginlegar aðgerðir í Evrópu til að berjast fyrir helstu atriðum í sameiginlegri stefnu okkar sem við höfum þróað á vettvangi Evrópska samfélagsþingsins. Við þurfum að samhæfa starf okkar, skilgreina sameiginlegar baráttuaðferðir fyrir næsta tímabil og efla og stækka hreyfingar okkar. Við skorum á allar hinar evrópsku hreyfingar að taka upp víðtækar umræður í þeim tilgangi að ákveða sameiginleg skref sem við þurfum að stíga á næstu mánuðum varðandi þróun samvinnunnar í sambandi við Evrópsku samfélagsþingin. Nokkrir mikilvægir atburðir hafa nú þegar verið ákveðnir:
  • Við stefnum að fjöldaaðgerðum til að krefjast þess að hernámsliðin hverfi frá Írak og Afganistan, til að andæfa hótunum um nýtt stríð í Íran, til að mótmæla hernámi Palestínu, til að knýja á um kjarnorkuafvopnun, til að uppræta herstöðvar í Evrópu. Við stefnum að aðgerðum þar að lútandi vikuna 23. til 30. september 2006.
  • Við hvetjum til baráttudags 7. október 2006 í Evrópu og Afríku fyrir skilyrðislausu jafnréttis allra innflytjenda gagnvart lögum og hverskyns réttindum, fyrir lokun allra einangrunarbúða fyrir innflytjendur í Evrópu, gegn útskúfun og brottflutningi innflytjenda, gegn tengingu dvalarleyfis og atvinnuleyfis og fyrir ríkisborgararétti.
  • Við munum á næstu mánuðum samhæfa baráttu okkar enn frekar um alla Evrópu í því skyni að standa vörð um félagsleg réttindi og jafnan rétt allra til almannaþjónustu.
Í janúar 2007 mun Evrópska samfélagsþingið koma saman í Nairobi. Efling afrísku alþýðuhreyfinganna hefur gífurlega þýðingu á heimsvísu. Með því að styrkja enn frekar og byggja upp Alþjóðlegu samfélagsþingin gefst tækifæri til að berjast gegn arðráni og nýlendustefnu Evrópuríkjanna. Í júní 2007 verður fundur Ráðherraráðs ESB og fundur G8-ríkjanna í Rostock í Þýskalandi. Við stefnum að fjölmennum baráttufundum við það tækifæri.

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …