BREYTA

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Bring the Troops Home Now Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á vefsíðu The Troops Out Now Coalition (TONC) í Bandaríkjunum má finna lista yfir fyrirhugaðar aðgerðir í 21 fylki í Bandaríkjunum og 17 öðrum löndum (sjá hér). Á vefsíðu United for Peace and Justice í Bandaríkjunum er listi yfir 60 staði í Bandaríkjunum þar sem aðgerðir hafa verið auglýstar, sjá hér. Eflaust er þetta einungis brot af öllum þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi, enda eru enn 5 vikur til stefnu og stöðugt bætast við nýir staðir. Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum), sem er nýlega lokið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela, hafa hvatt til aðgerða þessa daga um allan heim og sömuleiðis hefur undirbúningsfundur fyrir Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum), sem verður í Aþenu 4.-7. maí næstkomandi, hvatt til aðgerða hvarvetna í Evrópu. Þessar ályktanir má nálgast á ofangreindri vefsíðu The Troops Out Now Coalition. Eins og fram hefur komið eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa aðgerðir í Reykjavík 18. mars. Við hvetjum friðarsinna og andstæðinga Íraksstríðsins til að fylgjast með undirbúningnum og taka þátt í honum. Þeir sem vilja fá boð um undirbúningsfundi geta haft samband við formann SHA, Stefán Pálsson, í síma 551-2592 eða 617-6790 eða gegnum netfangið stefan.palsson@or.is.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …