BREYTA

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Bring the Troops Home Now Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á vefsíðu The Troops Out Now Coalition (TONC) í Bandaríkjunum má finna lista yfir fyrirhugaðar aðgerðir í 21 fylki í Bandaríkjunum og 17 öðrum löndum (sjá hér). Á vefsíðu United for Peace and Justice í Bandaríkjunum er listi yfir 60 staði í Bandaríkjunum þar sem aðgerðir hafa verið auglýstar, sjá hér. Eflaust er þetta einungis brot af öllum þeim aðgerðum sem eru í undirbúningi, enda eru enn 5 vikur til stefnu og stöðugt bætast við nýir staðir. Alþjóðlegu samfélagsþingin (World Social Forum), sem er nýlega lokið í Bamako í Malí og Caracas í Venesúela, hafa hvatt til aðgerða þessa daga um allan heim og sömuleiðis hefur undirbúningsfundur fyrir Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum), sem verður í Aþenu 4.-7. maí næstkomandi, hvatt til aðgerða hvarvetna í Evrópu. Þessar ályktanir má nálgast á ofangreindri vefsíðu The Troops Out Now Coalition. Eins og fram hefur komið eru Samtök herstöðvaandstæðinga að undirbúa aðgerðir í Reykjavík 18. mars. Við hvetjum friðarsinna og andstæðinga Íraksstríðsins til að fylgjast með undirbúningnum og taka þátt í honum. Þeir sem vilja fá boð um undirbúningsfundi geta haft samband við formann SHA, Stefán Pálsson, í síma 551-2592 eða 617-6790 eða gegnum netfangið stefan.palsson@or.is.

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …