BREYTA

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Að venju verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn og við minjasafnið á Akureyri. Hefjast athafnirnar kl. 22:30. Nánar má lesa um dagskrá þeirra hér að neðan. Í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur verður samkoma sem hefst kl. 20:30. Þar mun sænski rithöfundurinn og fræðikonan Monica Braw flytja erindi um afleiðingar árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær af og hvernig stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum reyndu að þagga niður umræðu um málið. Monica Braw er einn kunnasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Hún bjó í Japan um árabil og bók hennar “Överlevarna” hefur komið út á fjölda tungumála. Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og Guðmundur Georgsson læknir flytur ávarp, en hann heimsótti Hiroshima og ræddi við fórnarlömb sprengjunnar fyrir tveimur áratugum. Trúbadorinn Ólafur Torfason flytur frumsamið lag við ljóð Eyrúnar Jónsdóttur. Samkoman er opin öllum friðarsinnum og prýðilegur undirbúningur fyrir kertafleytinguna síðar um kvöldið. Samstarfshópur friðarheyfinga

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …