BREYTA

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar Hiroshima og Nagasaki. Að venju verður kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn og við minjasafnið á Akureyri. Hefjast athafnirnar kl. 22:30. Nánar má lesa um dagskrá þeirra hér að neðan. Í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur verður samkoma sem hefst kl. 20:30. Þar mun sænski rithöfundurinn og fræðikonan Monica Braw flytja erindi um afleiðingar árásanna, afdrif fólksins sem lifði þær af og hvernig stjórnvöld í Japan og Bandaríkjunum reyndu að þagga niður umræðu um málið. Monica Braw er einn kunnasti sérfræðingur Norðurlandanna á þessu sviði. Hún bjó í Japan um árabil og bók hennar “Överlevarna” hefur komið út á fjölda tungumála. Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur verður fundarstjóri og Guðmundur Georgsson læknir flytur ávarp, en hann heimsótti Hiroshima og ræddi við fórnarlömb sprengjunnar fyrir tveimur áratugum. Trúbadorinn Ólafur Torfason flytur frumsamið lag við ljóð Eyrúnar Jónsdóttur. Samkoman er opin öllum friðarsinnum og prýðilegur undirbúningur fyrir kertafleytinguna síðar um kvöldið. Samstarfshópur friðarheyfinga

Færslur

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur SHA - miðvikudag

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi miðvikudaginn 24. nóvember. Útbýting fundargagna hefst kl. 17:30 …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Stjórnarskrártillögur SHA og hernaðarandstæðingar meðal frambjóðenda

Í ársbyrjun 2005 skipaði forsætisráðherra níu manna nefnd til að endurskoða Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ásamt …

SHA_forsida_top

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Hátíðarmálsverður Friðarhúss

Jólahlaðborð Friðarhúss SHA. Verð kr. 2.000.

SHA_forsida_top

Hátíðarmatseðillinn

Hátíðarmatseðillinn

Hið víðfræga jólahlaðborð Friðarhúss verður haldið föstududagskvöldið 26. nóvember n.k. Húsið verður opnað kl. 18:30 …

SHA_forsida_top

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Pöbbkviss róttæklingsins hjá SHA

Á liðnum árum hafa SHA reglulega staðið fyrir sérstökum kynningar- og skemmtikvöldum fyrir yngri félagsmenn …

SHA_forsida_top

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja

7. október var tekið fyrir á Alþingi frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÖÁ)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss kl. 19

SHA_forsida_top

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK - opinn félagsfundur 8. nóv.

MFÍK heldur opinn félagsfund mánudaginn 8. nóvember kl. 19 í Friðarhúsi v/Snorrabraut. Margrét Guðnadóttir, læknir, …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld SHA

Nýliðakvöld í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Landsráðstefna SHA, 24. nóv. & breytingar á lögum

Ákveðið hefur verið að landsráðstefna SHA fari fram miðvikudagskvöldið 24. nóvember n.k. í Friðarhúsi frá …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Friðarmálsverður, föstudagskvöld

Hinn mánaðarlegi fja´röflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 29. október. Þar verður endurtekinn matseðilinn …

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss