BREYTA

Af Suðurnesjaferð herstöðvaandstæðinga

Í dag, sunnudaginn 1. október, fór hópur herstöðvaandstæðinga um Suðurnes til að sannreyna að bandaríski herinn væri farinn. Áður hafði verið kannað hvort einhverjar hömlur yrðu lagðar á aðgengi hópsins að herstöðvarsvæðinu og kom þá í ljós að hafa þyrfti samband við yfirvöld. Steingrímur J. Sigfússon alþingismaður tók það að sér og hófust þá bréfaskipti milli hans og yfirvalda, fyrst embættis lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli og síðan utanríkisráðuneytisins og varð úr þessu allmikill skjalabunki, en leyfið fékkst, þó þannig að hópurinn færi í lögreglufylgd og ekki yrði dreginn fáni að hún enda væri svæðið undir stjórn opinbers yfirvalds og í þess verkahrings eins að draga fána að húni. PA010025 Hópurinn fór í rútu og var fyrst ekið inn í Reykjanesbæ og undir góðri leiðsögn farið hjá mengunarsvæðum, svo sem Nikklesvæðinu svokallaða, en síðan var ekið að herstöðinni þar sem lögregla beið hópsins við hliðið. Var síðan ekið um mannlausa herstöðina í fylgd kurteisra lögreglumanna og farið út úr rútunni og bornir fánar og spjöld, en allt mun það hafa verið innan þeirra reglna sem raktar voru í skjölum yfirvalda. Varð ekki annað séð en allt herlið væri farið. Ekki var gengið úr skugga um hvort öll hergögn væru farin enda ekki litið inn í flugskýli og geymslur, en ein þota er þar þó enn, en sú mun vera safngripur. grindavik Síðan ver ekið hjá Höfnum suður á Reykjanes og þaðan til Grindavíkur, en þar hafa Bandaríkjamenn enn afmarkað svæði til afnota skv. 5. grein hins nýgerða samnings: „Bandaríkin skulu halda fjarskiptastöðinni við Grindavík sem varnarsvæði og bera ábyrgð á áframhaldandi viðhaldi og rekstri hennar.“ Rammleg girðing er kringum fjarskiptastöðina en engu að síður varð eftir innan girðingarinnar sjald með hinu gamla kjörorði herstöðvaandstæðinga, „Ísland úr NATO - herinn burt“, sem og lítill íslenskur fáni, hvernig svo sem það gat nú gerst. Herstöðvaandstæðingar munu að sjálfsögðu halda áfram að andæfa bandarískri hersetu meðan þetta svo kallaða varnarsvæði er þarna. Kannski má segja að landið sé herlaust, en herstöðvalaust er það ekki enn. Rétt er líka að minna á að í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem fylgir samningnum segir: „Jafnframt verður skilgreint sérstakt svæði á flugvellinum, undir yfirstjórn utanríkisráðherra, sem verður til afnota vegna æfinga á vegum Bandaríkjamanna og annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins eða annarra hernðarþarfa.“ (8. liður). Fleiri atriði í þessum samningi og samkomulagi honum tengdu er mjög gagnrýniverð. För herstöðvaandstæðinga lauk þar sem hún hófst, í Friðarhúsinu, og var þar mættur Hröður Torfason sem spilaði og söng fyrir ferðalangana. Og veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta og var mál manna að sólin sjálf kættist nú yfir herlausu landi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …