Hópurinn fór í rútu og var fyrst ekið inn í Reykjanesbæ og undir góðri leiðsögn farið hjá mengunarsvæðum, svo sem Nikklesvæðinu svokallaða, en síðan var ekið að herstöðinni þar sem lögregla beið hópsins við hliðið. Var síðan ekið um mannlausa herstöðina í fylgd kurteisra lögreglumanna og farið út úr rútunni og bornir fánar og spjöld, en allt mun það hafa verið innan þeirra reglna sem raktar voru í skjölum yfirvalda. Varð ekki annað séð en allt herlið væri farið. Ekki var gengið úr skugga um hvort öll hergögn væru farin enda ekki litið inn í flugskýli og geymslur, en ein þota er þar þó enn, en sú mun vera safngripur.


Velkomin á fridur.is Vefur Samtaka hernaðarandstæðinga Samtök hernaðarandstæðinga | Njálsgötu 87, 101 …












