BREYTA

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

wsf2005 Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu lagi í þrem heimsálfum. Það verður í Bamako í Malí 19. til 23. janúar, í Caracas í Venesúela 24. til 29. janúar og loks í mars í Karachi í Pakistan. Fyrsta Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001. Sú stefna var strax tekin að halda þessi þing utan hinna ríkari Vesturlanda til að stuðla að því að íbúar þróunarlandanna ættu auðveldara með að sækja þau og sjónarmið þeirra yrðu sýnilegri. Borgin Porto Alegre, sem er stærsta borg í sunnanverðri Brasilíu, höfuðborg fylkisins Rio Grande do Sul, var valin vegna þess að ýmis brasilísk samtök, svo sem samtök landlausra bænda, MST, og verkalýðssambandið CUT, voru meðal frumkvöðla að fyrsta þinginu og þessari borg var stjórnað af Verkamannaflokknum, PT, en borgarstjórnin lagði sitt af mörkum til að gera þetta að veruleika. Hugmyndin var að þinginu yrði síðan valinn nýr staður hvert ár, en skipulagningin er mjög flókin og viðamikil og óvíða nægilega sterk og skipulögð samtök eða hreyfingar til að takast það verkefni á hendur, enda hafa þetta verið allt upp í og yfir 100 þúsund manna samkomur þar sem skipulagðir fundir og önnur atriði eru jafnvel yfir tvöþúsund. Þó var ákveðið að halda fjórða þingið árið 2004 á Indlandi, í borginni Mumbai (Bombay), og tókst það vel enda öflugar hreyfingar og samtök þar. Og nú höfðu fjölmargir Asíubúar tækifæri til að sækja þingið, sem ekki höfðu haft ráð á að fara til Suður-Ameríku. En í fyrra var aftur brugðið á það ráð að halda þingið í Porto Alegre. En nú er sem sagt reynt að fara þá leið að halda þingið á þremur stöðum sem þýðir að skipulagningin dreifist á fleiri og verður ekki jafn viðamikil á hverjum stað. Með þessu fyrirkomulagi þótti líka mögulegt að halda alþjóðlegt þing í Afríku en síðan er áætlað að þingið 2007 verði haldið í Kenýa. Afríkumenn er raunar ekki alveg reynslulausir af slíku þinghaldi því að Afrísk samfélagsþing hafa verið haldið þrisvar sinnum, hið fyrsta reyndar í Bamako í janúar 2002, og einnig hafa verið svæðis- og staðbundin þing í Afríku. www.forumsocialmundial.org.br www.wsf2006.org www.forosocialmundial.org.ve www.fsmmali.org www.wsf2006karachi.org Sjá einnig ýmsar upplýsingar hér

Færslur

SHA_forsida_top

Det Danske Fredsakademi

Det Danske Fredsakademi

Það er full ástæða til að vekja athygli á danska vefnum Det Danske Fredsakademi. …

SHA_forsida_top

Íslenska friðargæslan?

Íslenska friðargæslan?

Sjá myndbandið The Icelandic Crisis Response Unit

SHA_forsida_top

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir …

SHA_forsida_top

Hvers vegna?

Hvers vegna?

Í þessari grein, sem birtist í Morgunblaðinu 4. júní 2006, hrekur Vigfús Geirdal staðhæfingar …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

Friðarsinnar eða heimsvaldaandstæðingar?

eftir Þórarin Hjartarson Vér herstöðvaandstæðingar verðum að ræða grundvöll starfs SHA í breyttu landi …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Dagskrá á vegum SHA í Friðarhúsi í tilefni Menningarnætur. Húsið verður opnað kl. 15 og …

SHA_forsida_top

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Spennandi dagskrá á Menningarnótt

Næstkomandi laugardag verður efnt til menningarnætur í Reykjavík. Að því tilefni verður staðið fyrir margvíslegri …

SHA_forsida_top

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

Þegar vopnahlé er ekki vopnahlé

STOP THE WAR COALITION - NEWSLETTER No. 2006/34 15 August 2006 Ef ályktun Öryggisráðs …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fundur VIMA

Fundur VIMA

Fundur VIMA í Friðahúsi

SHA_forsida_top

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Þá eru þær farnar - hverjum er ekki sama?

Stöndum frekar saman - fordómalaus!

SHA_forsida_top

http://fridur.is/libanon/

http://fridur.is/libanon/

Við höfum tekið saman lista yfir efni tengt átökunum í Líbanon sem hefur birst á …

SHA_forsida_top

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Minnumst kjarnorkuárásanna á Hirósíma og Nagasakí

Ræða Ragnars Stefánssonar við kertafleytingu á Akureyri, 9. ágúst, 2006 Þessi grimmdarlega árás endurspeglaði …

SHA_forsida_top

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Velheppnaðar kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar fóru fram í gærkvöldi, 9. ágúst, í Reykjavík og á Akureyri í minningu fórnarlamba …

SHA_forsida_top

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Lítið samráð við verkalýðshreyfinguna vegna brottfarar hersins - framtíð 360 starfsmanna enn óráðin

Skv. frétt í Ríkisútvarpinu í dag hefur formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis gagnrýnt …