BREYTA

Alþjóðlega samfélagsþingið 2006 í Caracas, Bamako og Karachi

wsf2005 Sjötta Alþjóðlega samfélagsþingið (World Social Forum) verður að þessu sinni haldið í þrennu lagi í þrem heimsálfum. Það verður í Bamako í Malí 19. til 23. janúar, í Caracas í Venesúela 24. til 29. janúar og loks í mars í Karachi í Pakistan. Fyrsta Alþjóðlega samfélagsþingið var haldið í Porto Alegre í Brasilíu í janúar 2001. Sú stefna var strax tekin að halda þessi þing utan hinna ríkari Vesturlanda til að stuðla að því að íbúar þróunarlandanna ættu auðveldara með að sækja þau og sjónarmið þeirra yrðu sýnilegri. Borgin Porto Alegre, sem er stærsta borg í sunnanverðri Brasilíu, höfuðborg fylkisins Rio Grande do Sul, var valin vegna þess að ýmis brasilísk samtök, svo sem samtök landlausra bænda, MST, og verkalýðssambandið CUT, voru meðal frumkvöðla að fyrsta þinginu og þessari borg var stjórnað af Verkamannaflokknum, PT, en borgarstjórnin lagði sitt af mörkum til að gera þetta að veruleika. Hugmyndin var að þinginu yrði síðan valinn nýr staður hvert ár, en skipulagningin er mjög flókin og viðamikil og óvíða nægilega sterk og skipulögð samtök eða hreyfingar til að takast það verkefni á hendur, enda hafa þetta verið allt upp í og yfir 100 þúsund manna samkomur þar sem skipulagðir fundir og önnur atriði eru jafnvel yfir tvöþúsund. Þó var ákveðið að halda fjórða þingið árið 2004 á Indlandi, í borginni Mumbai (Bombay), og tókst það vel enda öflugar hreyfingar og samtök þar. Og nú höfðu fjölmargir Asíubúar tækifæri til að sækja þingið, sem ekki höfðu haft ráð á að fara til Suður-Ameríku. En í fyrra var aftur brugðið á það ráð að halda þingið í Porto Alegre. En nú er sem sagt reynt að fara þá leið að halda þingið á þremur stöðum sem þýðir að skipulagningin dreifist á fleiri og verður ekki jafn viðamikil á hverjum stað. Með þessu fyrirkomulagi þótti líka mögulegt að halda alþjóðlegt þing í Afríku en síðan er áætlað að þingið 2007 verði haldið í Kenýa. Afríkumenn er raunar ekki alveg reynslulausir af slíku þinghaldi því að Afrísk samfélagsþing hafa verið haldið þrisvar sinnum, hið fyrsta reyndar í Bamako í janúar 2002, og einnig hafa verið svæðis- og staðbundin þing í Afríku. www.forumsocialmundial.org.br www.wsf2006.org www.forosocialmundial.org.ve www.fsmmali.org www.wsf2006karachi.org Sjá einnig ýmsar upplýsingar hér

Færslur

SHA_forsida_top

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Breskur almenningur andvígur endurnýjun kjarnorkuvopna

Kertafleyting í Reykjavík og Akureyri í kvöld, 9. ágúst, kl. 22:30 – sjá hér …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Árleg kertafleyting samstarfshóps friðarhreyfinga á Reykjavíkurtjörn.

SHA_forsida_top

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Forkastanlegt framferði lögreglu gagnvart mótmælendum og ferðamönnum

Friðarvefurinn tekur undir þá gagnrýni sem fram hefur komið á aðgerðir lögreglu gagnvart mótmælendum á …

SHA_forsida_top

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Náttúruverndarsamtök á Norðurlöndum: Varnarsvæði skulu hreinsuð á kostnað mengunarvalds

Fundur Landverndar og sex norrænna náttúruverndarsamtaka sem haldin var í Færeyjum dagana 31. júlí – …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavík og Akureyri 9. ágúst

verður haldin við Tjörnina í Reykjavík og á Akureyri við tjörnina framan við …

SHA_forsida_top

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Undirskriftasafnanir vegna stríðsins í Miðausturlöndum

Um allan heim leita menn leiða til að stöðva blóðbaðið í Líbanon og Palestínu. Því …

SHA_forsida_top

Viðskiptabann á Ísrael

Viðskiptabann á Ísrael

Í grein eftir Þorleif Gunnlaugsson, formann Vinstrihreyfingarinnar græns farmboðs í Reykjavik, á heimasíðu Ögmundar Jónassonar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Mótmælaaðgerðir víða um heim – 100.000 manns í Lundúnum

Í dag, laugadaginn 5. ágúst, eru víða mótmælaaðgerðir gegn ofbeldi Ísrales í Líbanon og Palestínu. …

SHA_forsida_top

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Fundur utanríkismálanefndar 2. ágúst

Í morgun, 2. ágúst, kom utanríkismálanefnd Alþingis saman að beiðni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til …

SHA_forsida_top

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bechtel, gróðapungar kjarnorkuvopnanna

Bandarískar friðarhreyfingar leggja áherslu á að dagana 6.-9. ágúst verði höfð uppi mótmæli við …

SHA_forsida_top

Stöðvið morðin núna

Stöðvið morðin núna

Ávarp Ögmundar Jónassonar á mótmælafundi gegn árásum Ísraels á Líbanon fundi við bandaríska sendiráðið …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Ríkisstjórnin og Líbanon: Betur má ef duga skal

Í eftirfarandi grein, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006, gagnrýnir Ögmundur Jónasson þingmaður …

SHA_forsida_top

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Blekkingar í þágu lögregluríkis á Íslandi

Elías Davíðsson, 30. júlí 2006 Sunnudaginn, 23. júlí 2006, birti Morgunblaðið „Reykjavíkurbréf“ sem þandi sig …

SHA_forsida_top

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Hve margir voru á fundinum við bandaríska sendiráðið?

Í dálkinum „Frá degi til dags“ í Fréttablaðinu 30. júlí veltir blaðamaður fyrir sér fjölda …

SHA_forsida_top

Hvað er ályktun 377?

Hvað er ályktun 377?

Bent hefur verið á þann möguleika að kalla saman Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna vegna stríðsins í …