BREYTA

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis að íslenskir friðargæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Ákvörðun þessi er mikið heillaspor og getur stuðlað að því að Íslendingar muni í framtíðinni koma að meira gagni á stríðshrjáðum svæðum jarðar en nú er. Samtök hernaðarandstæðinga hafa um langt árabil gagnrýnt þá hervæðingu sem átt hefur sér stað á vettvangi íslensku friðargæslunnar í utanríkisráðherratíð þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Byrjað var að sveigja frá þessari stefnu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og nú hefur utanríkisráðherra stigið mikilvægt skref. Betur má þó ef duga skal. Brýnt er að stefna Íslands í málefnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, með það að markmiði að framlag Íslendinga verði til að stuðla að friðsælli og öruggari veröld. Þannig eiga Íslendingar fremur að starfa á vettvangi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna en að taka þátt í verkefnum hernaðarbandalagsins Nató. * * * Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningum íslenska flugfélagsins Icelandair til Georgíu. Samtökin hvetja Icelandair og önnur íslensk fyrirtæki til að setja sér siðareglur, þar sem allri aðild að hernaði, þar með talið flutningum og meðferð vopna og vígtóla, er hafnað. Málatilbúnaður talsmanns flugfélagsins þess efnis að einhverju máli skipti í þessu samhengi að byssurnar og skotfærin hafi ekki verið um borð í sömu flugvél dæmir sig sjálfur.

Færslur

SHA_forsida_top

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Munið 18. mars! Alþjóðlegur baráttudagur gegn Íraksstríðinu

Kl. 13: Háskólabíó. Almennur borgarafundur Kl. 15: Ingólfstorg. Útifundur Írak: Stöðvum stríðið strax! Íran: …

SHA_forsida_top

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

INNRÁSIN Í ÍRAK – EKKI Í OKKAR NAFNI!

Háskólabíó – laugardaginn 18. mars kl 13:00-14:45 FRUMSÝNING HEIMILDARMYNDAR & UMRÆÐUR Þjóðarhreyfingin – með …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - þriðjudagur & miðvikudagur

Þriðjudagskvöldið 14. mars mun Dagur Þorleifsson fjalla um þá ólíku trúarhópa og þjóðflokka sem byggja …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sagnfræðingurinn Dagur Þorleifsson fjallar um sögulegan bakgrunn borgarastyrjaldarinnar í Írak.

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Mánudagskvöldið 13. mars verður sýnd heimildarmynd sem nefnist Private Warriors og fjallar um hinn einkavædda …

SHA_forsida_top

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Dr. Michael Rubin, gestur Háskóla íslands, ákærður fyrir undirbúning árásarstríðs

Nú í kvöld, 12. mars, var lögð fram ákæra á hendur dr. Michael Rubin frá …

SHA_forsida_top

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Íraksdagar í Friðarhúsi - mánudagur & þriðjudagur

Samtök herstöðvaandstæðinga standa fyrir fjölbreyttri dagskrá alla þessa viku í tilefni að því að senn …

SHA_forsida_top

Mótmæladagar

Mótmæladagar

Mótmæladagar gegn stríði í Írak. Sýnd verður heimildarmyndin Private Warriors úr Frontline-myndaröð PBS.

SHA_forsida_top

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Álfyrirtækin og Ísland – fundur á Akureyri 11. mars

Stefna, félag vinstri manna, heldur umræðufund um efnið Álver og efnahagslegt sjálfstæði í Lárusarhúsi …

SHA_forsida_top

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Stríðsæsingamaður heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands

Mánudaginn 13. mars mun Bandaríkjamaður nokkur að nafni dr. Michael Rubin halda fyrirlestur á vegum …

SHA_forsida_top

Vinnufundur v. 18. mars

Vinnufundur v. 18. mars

Hópur nema úr framhaldsskólum og Háskólanum funda til að undirbúa mótmælin 18. mars.

SHA_forsida_top

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Bandaríkin setja upp varanlegar herstöðvar í Írak

Nýlega var einhver fréttaflutningur um það að Bandaríkjamenn hygðust draga allt sitt herlið út úr …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

8. mars: munið fundinn í Tjarnarsal Ráðhússins kl. 17

Þróunaraðstoð – í þágu hverra? Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur …

SHA_forsida_top

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

18. mars: fundur í Háskólabíói kl 13, útifundur á Ingólfstorgi kl. 15

Það verður mikið um að vera í Reykjavík 18. mars þegar þess verður minnst um …