BREYTA

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis að íslenskir friðargæsluliðar muni eftirleiðis ekki bera vopn við störf sín. Ákvörðun þessi er mikið heillaspor og getur stuðlað að því að Íslendingar muni í framtíðinni koma að meira gagni á stríðshrjáðum svæðum jarðar en nú er. Samtök hernaðarandstæðinga hafa um langt árabil gagnrýnt þá hervæðingu sem átt hefur sér stað á vettvangi íslensku friðargæslunnar í utanríkisráðherratíð þeirra Halldórs Ásgrímssonar, Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde. Byrjað var að sveigja frá þessari stefnu í tíð Valgerðar Sverrisdóttur og nú hefur utanríkisráðherra stigið mikilvægt skref. Betur má þó ef duga skal. Brýnt er að stefna Íslands í málefnum friðargæslu verði tekin til gagngerrar endurskoðunar, með það að markmiði að framlag Íslendinga verði til að stuðla að friðsælli og öruggari veröld. Þannig eiga Íslendingar fremur að starfa á vettvangi friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna en að taka þátt í verkefnum hernaðarbandalagsins Nató. * * * Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum vegna fregna af vopnaflutningum íslenska flugfélagsins Icelandair til Georgíu. Samtökin hvetja Icelandair og önnur íslensk fyrirtæki til að setja sér siðareglur, þar sem allri aðild að hernaði, þar með talið flutningum og meðferð vopna og vígtóla, er hafnað. Málatilbúnaður talsmanns flugfélagsins þess efnis að einhverju máli skipti í þessu samhengi að byssurnar og skotfærin hafi ekki verið um borð í sömu flugvél dæmir sig sjálfur.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Undirbúningur fyrir 8. mars 2006

Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) hafa boðað til undirbúningsfundar fyrir menningar- og baráttudagskrá …

SHA_forsida_top

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Innrásin í Írak – ekki í okkar nafni

Frá Þjóðarhreyfingunni - með lýðræði ÁR FRÁ YFIRLÝSINGUNNI Í THE NEW YORK TIMES ,,... …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf.

Stjórnarfundur í Friðarhúsi SHA ehf. hefst kl. 20. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um starfsemina.

SHA_forsida_top

Spurningakeppnin Friðarpípan

Spurningakeppnin Friðarpípan

Friðarpípan, spurningakeppni Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin í Friðahúsi kl. 16.

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin laugardaginn 21. janúar í Friðarhúsinu og hefst kl. 16. …

SHA_forsida_top

Rokk gegn her

Rokk gegn her

Á vefritinu Hugsandi birtist nýverið grein eftir sagnfræðinginn Unni Maríu Bergsveinsdóttur, fyrrum miðnefndarfulltrúa í …

SHA_forsida_top

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Alþjóðlegar aðgerðir undirbúnar

Þann tuttugasta mars nk. verða þrjú ár liðin frá því að innrás Bandaríkjamanna og bandalagsríkja …

SHA_forsida_top

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

Undirbúningur alþjóðamótmæladags

18.-20. mars verða alþjóðleg mótmæli gegn Íraksstríðinu, en þrjú ár verða þá liðin frá innrás …

SHA_forsida_top

Dagfari á Friðarvefnum

Dagfari á Friðarvefnum

Tímarit og fréttabréf Samtaka herstöðvaandstæðinga nefnist Dagfari, en útgáfusaga blaðsins nær aftur á fyrri hluta …

SHA_forsida_top

Málningarvinna í Friðarhúsi

Málningarvinna í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu í Friðarhúsi á sunnudag frá klukkan 14. Um er að ræða …

SHA_forsida_top

Vinnudagur í Friðarhúsi

Vinnudagur í Friðarhúsi

Unnið verður að málningarvinnu o.fl. í Friðarhúsi frá kl. 14. Vinnufúsar hendur velkomnar.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er lokað vegna einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18. mars

Eins og kom fram í fréttum hér á síðunni 10. janúar (sjá hér neðar á …

SHA_forsida_top

Öryggi og varnir Íslands

Öryggi og varnir Íslands

Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og …

SHA_forsida_top

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Aðgerðir gegn Íraksstríðinu 18.-20. mars

Þann 20. mars næstkomandi verða liðin þrjú ár frá því innrásin í Írak hófst. Undanfarin …