BREYTA

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það hafsvæði sem tilheyrir Íslandi á að vera í friði fyrir herskipum eða öðrum hernaðartólum. Einkum og sér í lagi frábiðjum við okkur heimsóknir frá því herveldi sem nú er árásagjarnast, stendur í blóðugum styrjöldum í kjölfar innrása sinna í Írak og Afganistan, brýtur mannréttindasáttmála og alþjóðalög með fangabúðum og pyndingum fanga og stendur í endurnýjun og þróun kjarnorkuvopna þvert á alþjóðasamninga og áratugalanga viðleitni til kjarnorkuafvopnunar. Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega það samkomulag sem gert hefur verið um áframhaldandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði hernaðar og hvernig borgararlegum stofnunum eins og landhelgisgæslunni og lögreglunni skal þvælt í hernaðarlegt samstarf. Sú svívirða kemur nú berlega í ljós við heimsókn herskipsins USS Wasp, en meðan á dvöl skipsins stendur er ætlunin að áhöfnin vinni með landhelgisgæslunni og lögreglunni við að undirbúa þjálfun og æfingar í framtíðinni. Þá vilja Samtök herstöðvaandstæðinga minna borgar- og hafnaryfirvöld á samþykkt borgarstjórnar frá 21. mars 2002: „Borgarstjórn samþykkir að bönnuð verði í borgarlandinu umferð og geymsla kjarnorku- efna- og sýklavopna.“ Í samræmi við þess samþykkt ber hafnar- og borgaryfirvöldum að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuvopn séu um borð í herskipinu USS Wasp. Ef ekki er hægt að fá staðfest að svo sé ekki ber yfirvöldum að koma í veg fyrir að skipið komi inn á höfn í Reykjavík.

Færslur

SHA_forsida_top

Ljóðakryddað sjávarfang

Ljóðakryddað sjávarfang

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. nóvember, eins og áður hefur verið kynnt á …

SHA_forsida_top

Takið frá helgina!

Takið frá helgina!

Það verður margt á seyði í Friðarhúsi um næstu helgi og því fyllsta ástæða fyrir …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Opinn miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi kl. 20. Fundurinn er opinn öllum, en meðal þess sem …

SHA_forsida_top

Milan Rai í fangelsi

Milan Rai í fangelsi

Friðar- og umhverfisverndarsinninn Milan Rai heimsótti Ísland sumarið 2004 í boði Samtaka herstöðvaandstæðinga, flutti erindi …

SHA_forsida_top

Góðar gjafir

Góðar gjafir

Hinu nýja húsnæði SHA, Friðarhúsi á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, berast sífellt nýjar gjafir. Nú …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna á laugardag

Friðarráðstefna á laugardag

Vert er að vekja athygli friðarsinna á ráðstefnu um ungt fólk, friðar- og mannréttindamál sem …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum í Friðarhúsi. Fimmtudagsfundurinn að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Líflegar baráttuaðferðir

Líflegar baráttuaðferðir

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Að þessu sinni verður fjallað um …

SHA_forsida_top

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðarráðstefna í Ráðhúsi Rvk.

Friðar- og mannréttindaráðstefna ungs fólks er haldin í Ráðhúsinu laugardaginn 19. nóvember frá kl. 14 …

SHA_forsida_top

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Það vantar spýtur og það vantar sög...

Friðarhúsið hefur verið ásetið undanfarna daga. Hópar á vegum SHA hafa verið duglegir við að …

SHA_forsida_top

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Miðnefnd skiptir með sér störfum

Nýkjörin miðnefnd SHA kom saman til opins fundar í Friðarhúsi fyrr í kvöld. Rétt er …

SHA_forsida_top

Til hvers að berjast gegn hernum?

Til hvers að berjast gegn hernum?

Fyrir nokkrum misserum bað tímaritið Orðlaus Steinunni Þóru Árnadóttur, þáverandi miðnefndarfulltrúa í SHA, um að …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðargöngur verða haldnar á Þorláksmessu víðsvegar um land. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur miðnefndar

Fyrsti fundur nýkjörinnar miðnefndar SHA verður í Friðarhúsi fimmtudaginn 10. nóvember og hefst kl. 20. …