BREYTA

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það hafsvæði sem tilheyrir Íslandi á að vera í friði fyrir herskipum eða öðrum hernaðartólum. Einkum og sér í lagi frábiðjum við okkur heimsóknir frá því herveldi sem nú er árásagjarnast, stendur í blóðugum styrjöldum í kjölfar innrása sinna í Írak og Afganistan, brýtur mannréttindasáttmála og alþjóðalög með fangabúðum og pyndingum fanga og stendur í endurnýjun og þróun kjarnorkuvopna þvert á alþjóðasamninga og áratugalanga viðleitni til kjarnorkuafvopnunar. Samtök herstöðvaandstæðinga átelja harðlega það samkomulag sem gert hefur verið um áframhaldandi samstarf Íslands og Bandaríkjanna á sviði hernaðar og hvernig borgararlegum stofnunum eins og landhelgisgæslunni og lögreglunni skal þvælt í hernaðarlegt samstarf. Sú svívirða kemur nú berlega í ljós við heimsókn herskipsins USS Wasp, en meðan á dvöl skipsins stendur er ætlunin að áhöfnin vinni með landhelgisgæslunni og lögreglunni við að undirbúa þjálfun og æfingar í framtíðinni. Þá vilja Samtök herstöðvaandstæðinga minna borgar- og hafnaryfirvöld á samþykkt borgarstjórnar frá 21. mars 2002: „Borgarstjórn samþykkir að bönnuð verði í borgarlandinu umferð og geymsla kjarnorku- efna- og sýklavopna.“ Í samræmi við þess samþykkt ber hafnar- og borgaryfirvöldum að ganga úr skugga um hvort kjarnorkuvopn séu um borð í herskipinu USS Wasp. Ef ekki er hægt að fá staðfest að svo sé ekki ber yfirvöldum að koma í veg fyrir að skipið komi inn á höfn í Reykjavík.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …