BREYTA

Ályktun frá SHA vegna stofnunar rannsóknarnefndar

Samtök Hernaðarandstæðinga fagna hugmyndum um að sett verði á fót nefnd til þess að rannsaka aðdraganda og ástæður þess Ísland gerðist stuðningsaðili innrásarinnar í Írak árið 2003. Brýnt er að allir þættir í aðdraganda þessar ákvörðunar verði dregnir fram í dagsljósið. Slík rannsókn yrði mikilvægur virðingarvottur við þá Íraka sem fallið hafa í stríðinu eða eiga um sárt að binda vegna þess. Þetta fólk á það skilið sannleikurinn komi fram. SHA minna á varnaðarorð andstæðinga stríðsins áður en til innrásarinnar kom. Flestir spádómar þeirra hafa nú ræst, illu heilli. Því er það engin málsvörn fyrir þá sem studdu aðgerðirnar að þeir hafi ekki getað vitað betur. SHA skora á þá sem ábyrgðina bera að stíga fram, biðjast afsökunar á þætti sínum og aðstoða við að upplýsa málið eftir bestu getu. Rannsóknin af þessu tagi er ekki síður mikilvæg til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Raunveruleg hætta er á slíku, enda Ísland aðili að árásarsinnuðu hernaðarbandalagi - NATO - sem stendur um þessar mundir í mannskæðri styrjöld í Afganistan. Þá er brýnt að kanna að hvað miklu leyti ákvörðun íslenskra ráðamanna stjórnaðist af voninni um að stuðningur við stríðið gæti framlengt hersetu Bandaríkjamanna á Miðnesheiði um einhver ár. Hafi það verið meginástæðan og stjórnvöld látið stuðning sinn í té til að kría út tveggja ára viðbótardvöl hersins þá er það ömurlegur lokapunktur á herfilegri áratuga sögu hersetunnar.

Færslur

SHA_forsida_top

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Er starfsemi Varnarmálastofnunar nauðsynleg?

Samkvæmt Fréttablaðinu eru verkefni stofnunarinnar talin upp í 8 liðum. 1. Rekstur loftvarnakerfis, þar með …

SHA_forsida_top

Borgarstjóri á réttri leið

Borgarstjóri á réttri leið

Í Fréttablaðinu í dag, miðvikudaginn 15. desember, er ánægjuleg fregn um tillögur borgarstjóra þess …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK

Bókmenntakynning MFÍK

Laugardaginn 11. desember verður hin árlega bókmenntakynning Menningar- og friðarsamtakanna MFÍK í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105 …

SHA_forsida_top

Aðventufundur Feministafélagsins

Aðventufundur Feministafélagsins

Feministafélagið fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Undirbúningsfundur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

eftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í …

SHA_forsida_top

Össur ginnkeyptur

Össur ginnkeyptur

eftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði …

SHA_forsida_top

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

Utanríkisstefna óskhyggjunnar

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 30. nóv. 2010 Núverandi ríkisstjórn hefur að ýmsu …

SHA_forsida_top

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

19 stjórnlagaþingmenn hlynntir ákvæði um kjarnorkuvopnalaust Ísland

Eitt þeirra atriða sem frambjóðendur til stjórnlagaþings gátu tekið afstöðu til í spurningalista DV, sem …

SHA_forsida_top

Friðlýsingu, tafarlaust!

Friðlýsingu, tafarlaust!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, hvetur ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna til að …

SHA_forsida_top

Heimur án kjarnorkuvopna

Heimur án kjarnorkuvopna

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, lýsir áhyggjum af þeim fregnum sem borist hafa …

SHA_forsida_top

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Þjóðaratkvæði um aðildina að Nató!

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, minnir á þá gömlu kröfu sína að íslensku …

SHA_forsida_top

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Höfnum hernaðarstarfsemi og heræfingum á Íslandi

Landsráðstefna Samtaka hernaðarandstæðinga, haldin 24. nóvember 2010, krefst þess að herstöðvasamningi Íslands við Bandaríkin verði …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fyrir starfsárið 2010-2011 var kjörin á landsráðstefnu hinn 24. nóvember 2010. …