BREYTA

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska herliðið er loksins farið frá Íslandi eftir 55 ára samfellda hersetu. Fögnuðurinn er þó blandinn þar sem ýmislegt er við samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda að athuga.
  • Enn eru atvinnumál margra fyrrverandi starfsmanna bandaríska hersins óleyst.
  • Samkomulag um frágang mengunar af völdum hersins er ófullnægjandi og bandarísk stjórnvöld sleppa ódýrt frá þeim vandamálum.
  • Gert er ráð fyrir nánu samstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna um öryggismál sem felur m.a. í sér gagnkvæma upplýsingamiðlun, samstarf Landhelgisgæslunnar við bandarísku strandgæsluna og samstarf íslensku lögreglunnar við bandarísku lögregluna og sérsveitir Bandaríkjahers. Mjög óljóst er hvernig þessari samvinnu verður háttað eða hversu náin hún verður, hætta er á frekari þróun til óljósari skila milli borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og einnig er rétt að hafa í huga að bandarísk löggjöf sem þetta snertir verður æ ólýðræðislegri.
  • Gert er ráð fyrir árlegum heræfingum bandarískra hersveita og sérstakt svæði á flugvellinum skilgreint vegna þessara æfinga eða annarra hernaðarþarfa.
  • Bandaríkin halda fjarskiptastöðinni við Grindavík áfram sem „varnarsvæði“.
  • Í þessu samkomulagi og aðdraganda þess hefur íslenska ríkisstjórnin sýnt undirlægjuhátt gagnvart bandarískum stjórnvöldum, sem nú gerast æ herskárri og ófyrirleitnari.
Kjördæmisráðið telur að nú hefði átt að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og hefja strax undirbúning að næsta skrefi, sem er úrsögn Íslands úr NATO. Ísland á að vera herlaust og herstöðvalaust land utan hernaðarbandalaga og hlutlaust eins og gert var ráð fyrir þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918. Friðarstefna á að vera grunnstefið í utanríkisstefnu Íslands.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ályktanir landsfundar SHA 2022

Ísland úr Nató! Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 2. apríl 2022, minnir á kröfuna …

SHA_forsida_top

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Rýr svör við spurningum um sprengjuþotur

Í Dagfara síðasta haust var fjallað um viðveru B-2 sprengjuþota Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli og …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður

Marsmálsverður

Fjáröflunarmálsverðir SHA eru komnir á fulla ferð eftir Covid-truflanir síðustu missera. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur SHA 2022

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 2. apríl kl. 11. Fundurinn …

SHA_forsida_top

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Ályktun miðnefndar SHA um stríðið í Úkraínu

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir innrás Rússa í Úkraínu sem hófst í morgun og gæti …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Febrúarmálsverður hernaðarandstæðinga

Fjáröflunarmálsverður SHA er snúinn aftur nú þegar aðstæður leyfa. Miðnefndarmeðlimirnir Þorvaldur og Lóa sjá …

SHA_forsida_top

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Er að byrja stríð? - Staða mála í Úkraínu

Friðvikudagar eru aftur komnir af stað með hækkandi sól. Daglega berast fréttir af …

SHA_forsida_top

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Ávarp samstarfshóps friðarhreyfinga á Þorláksmessu

Frá árinu 1980 hafa andstæðingar stríðs og vígbúnaðar efnt til friðargöngu á Þorláksmessu. Þar hefur …

SHA_forsida_top

Bréf til þingheims

Bréf til þingheims

Eftirfarandi bréf var sent á nýkjörna þingmenn í desember til að kynna okkar málstað: …

SHA_forsida_top

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Friðargangan fellur niður í annað sinn

Kæri hernaðarandstæðingur Friðarganga á Þorláksmessu var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og hélst sú …

SHA_forsida_top

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Hætt við fullveldisfögnuð SHA

Líklega kemur það fáum á óvart, en vegna samkomutakmarkanna er útilokað að halda fjölmenna mannfögnuði …

SHA_forsida_top

Lærdómurinn af Hiroshima

Lærdómurinn af Hiroshima

Stjörnufræðingurinn Þorsteinn Sæmundsson ritar grein í Morgunblaðið þann 8. nóvember þar sem hann veltir því …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Fyrirspurn til utanríkisráðuneytisins vegna B-2 véla Bandaríkjahers

Miðnefnd SHA samþykkti í byrjun mánaðar að senda eftirfarandi fyrirspurn á utanríkisráðuneytið vegna B-2 sprengjuþota …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður snýr aftur

Friðarmálsverður snýr aftur

Eftir langa bið snúa fjáröfnunarmálsverðir Friðarhús aftur. Föstudagskvöldið 24. september geta hernaðarandstæðingar komið …

SHA_forsida_top

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar

Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn …