BREYTA

Ályktun kjördæmisráðs VG í SV-kjördæmi vegna brottfarar hersins

Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi, haldinn 28. september 2006, fagnar því að bandaríska herliðið er loksins farið frá Íslandi eftir 55 ára samfellda hersetu. Fögnuðurinn er þó blandinn þar sem ýmislegt er við samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda að athuga.
  • Enn eru atvinnumál margra fyrrverandi starfsmanna bandaríska hersins óleyst.
  • Samkomulag um frágang mengunar af völdum hersins er ófullnægjandi og bandarísk stjórnvöld sleppa ódýrt frá þeim vandamálum.
  • Gert er ráð fyrir nánu samstarfi milli Íslands og Bandaríkjanna um öryggismál sem felur m.a. í sér gagnkvæma upplýsingamiðlun, samstarf Landhelgisgæslunnar við bandarísku strandgæsluna og samstarf íslensku lögreglunnar við bandarísku lögregluna og sérsveitir Bandaríkjahers. Mjög óljóst er hvernig þessari samvinnu verður háttað eða hversu náin hún verður, hætta er á frekari þróun til óljósari skila milli borgaralegrar og hernaðarlegrar starfsemi og einnig er rétt að hafa í huga að bandarísk löggjöf sem þetta snertir verður æ ólýðræðislegri.
  • Gert er ráð fyrir árlegum heræfingum bandarískra hersveita og sérstakt svæði á flugvellinum skilgreint vegna þessara æfinga eða annarra hernaðarþarfa.
  • Bandaríkin halda fjarskiptastöðinni við Grindavík áfram sem „varnarsvæði“.
  • Í þessu samkomulagi og aðdraganda þess hefur íslenska ríkisstjórnin sýnt undirlægjuhátt gagnvart bandarískum stjórnvöldum, sem nú gerast æ herskárri og ófyrirleitnari.
Kjördæmisráðið telur að nú hefði átt að segja upp varnarsamningnum við Bandaríkin og hefja strax undirbúning að næsta skrefi, sem er úrsögn Íslands úr NATO. Ísland á að vera herlaust og herstöðvalaust land utan hernaðarbandalaga og hlutlaust eins og gert var ráð fyrir þegar Ísland varð fullvalda ríki árið 1918. Friðarstefna á að vera grunnstefið í utanríkisstefnu Íslands.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …