Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með því að taka upp reglubundna þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta í landhelgi Íslands. Sá fyrirvari sem settur er um að við komu herskipa og kafbáta „skuli virða ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum“, er haldslaus“. Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar eru það sem gætu vikið frá þeirri friðlýsingu? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ganga úr skugga um að þeir kafbátar sem hér fara um séu ekki búnir kjarnorkuvopnum?
Samtök hernaðarandstæðinga krefjast undanbragðalausrar friðlýsingar fyrir kjarnorkuvopnum á öllu íslensku yfirráðasvæði. Þá skal einnig bent á það að ef kafbátur sekkur í norðurhöfum, þá eru í kjarnorkuofnum hans hættuleg geislavirk efni, sem geta valdið mun alvarlegra umhverfisslysi í nágrenni Íslands en ósprungin kjarnorkuvopn. Þess vegna árétta Samtök hernaðarandstæðinga kröfur sínar um að umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska lögsögu verði bönnuð undantekningarlaust.

Sýrland er fyrirferðarmikið í heimsfréttunum. Hörð átök geysa í landinu og friðarhorfur ekki góðar. Hver …

Ályktun frá hernaðarandstæðingum á Norðurlandi Orustuþotur NATO-ríkja koma hér með fárra vikna millibili og stunda …

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss fyrir sumarfrí verður haldinn föstudagskvöldið 25. maí. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …

Dagskrá afmælishátíðar SHA í Iðnó miðvikudagskvöldið 16. maí er óðum að taka á sig mynd. …

Samtök hernaðarandstæðinga rekja sögu sína aftur til Glæsibæjarfundarins sem haldinn var 16. maí árið 1972. …

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 9. Maí kl. 19 í Friðarhúsi. Þær Harpa Stefánsdóttir, formaður, …

Hið rómaða 1. maí kaffi SHA verður haldið í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins og hefst …

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, sá fyrsti eftir stórtækar framkvæmdir á ytra byrði hússins, verður haldinn föstudagskvöldið 27. …

MFÍK og VÍK (VInáttufélag Íslands og Kúbu efna til sameiginlegs fundar í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 18. …

30. mars er mikilvæg dagsetning í sögu íslenskrar friðarbaráttu, en þann dag var aðild Íslands …

Um þessar mundir er unnið að stórframkvæmdum við húseignina Njálsgötu 87, sem hýsir Friðarhús SHA. …

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti- Vorið kallar Iðnó, kl. 17-18:30 Fundarstjóri: …

Fastir miðnefndarfundir Samtaka hernaðarandstæðinga eru fyrsta þriðjudag í mánuði, kl. 19:30 í Friðarhúsi. Minnt er …

eftir Þórarinn Hjartarson Bandaríkin og bandamenn þeirra flytja nú herafla m.a. frá Írak og Líbíu …

Vægi einkafyrirtækja og málaliðaherja fer sífellt vaxandi í nútímahernaði. Hér er áhugaverð samantekt vefútgáfu Business …