Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga mótmælir harðlega þeirri ákvörðun utanríkisráðherra að auka þátttöku Íslands í hernaðarstarfsemi með því að taka upp reglubundna þjónustu við kjarnorkuknúna kafbáta í landhelgi Íslands. Sá fyrirvari sem settur er um að við komu herskipa og kafbáta „skuli virða ákvæði þjóðaröryggisstefnu Íslands um að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum“, er haldslaus“. Hvaða alþjóðlegu skuldbindingar eru það sem gætu vikið frá þeirri friðlýsingu? Hvernig ætla íslensk stjórnvöld að ganga úr skugga um að þeir kafbátar sem hér fara um séu ekki búnir kjarnorkuvopnum?
Samtök hernaðarandstæðinga krefjast undanbragðalausrar friðlýsingar fyrir kjarnorkuvopnum á öllu íslensku yfirráðasvæði. Þá skal einnig bent á það að ef kafbátur sekkur í norðurhöfum, þá eru í kjarnorkuofnum hans hættuleg geislavirk efni, sem geta valdið mun alvarlegra umhverfisslysi í nágrenni Íslands en ósprungin kjarnorkuvopn. Þess vegna árétta Samtök hernaðarandstæðinga kröfur sínar um að umferð kjarnorkuknúinna farartækja um íslenska lögsögu verði bönnuð undantekningarlaust.

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu vormisseri verður haldinn nk. föstudagskvöld, 28. maí. Kokkaþríeykið Jón …

INSHALLAH - HEIMILDAKVIKMYND EFTIR MAURICE JACOBSEN Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman vi! hernám, umsátur …

MFÍK fundar í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður …

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg …

Óformlegur hópur fólks sem andæft hefur stríðinu í Líbýu og þátttöku Nató í því boðar …

Fundað í Friðarhúsi.

Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 …

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fréttir af því að hingað komi til lands kanadískar …

Kynningarfundur um mál fimmenninganna verður í sal MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. …

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að …

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. mars. Kokkar kvöldsins verða Harpa Stefánsdóttir …

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa þungum áhyggjum af hernaði og ofbeldisverkum í Miðausturlöndum liðinna daga. Í Jemen …

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn …

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu …