BREYTA

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

ussnormandy Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. júni. Hér er um að ræða bandaríska skipið USS Normandy, sem kemur að Skarfabakka í Sundahöfn kl. 08:15, spænska skipið SPS Patino, sem kemur að Korngarði í Sundahöfn kl. 08:45 og þýska skipið FGS Sachsen, sem kemur að Miðbakka í gömlu höfninni kl. 09:30. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. Sérstaklega skal bent á USS Normandy, sem sigldi í jómfrúarferð sinni árið 1990 til stríðs í Persaflóa og skaut þar 26 Tomahawk-flaugum. Fimm árum seinna tók skipið þátt í Bosníustríðinu og skaut þar a.m.k. 13 Tomahawk-flaugum. Árið 2001 tók skipið þátt í aðgerðum við innrásina í Afganistan og árið 2005 tók það síðan aftur þátt í aðgerðum á Persaflóa. Sumar heimildir segja að notað sé rýrt úran í eitthvað af þeim skotfærum sem þetta skip ber. Ályktun SHA Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla komu NATO-herskipa til hafnar í Reykjavík. „Kurteisisheimsóknir“ af þessu tagi eru til þess fallnar að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Herskipin, sem nú sækja Íslendinga heim, eru byggð með stríðsrekstur í huga og eiga ljóta sögu að baki. SHA vekja athygli á því að skipið USS Normandy hefur tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á síðustu árum. Í fyrra Íraksstríðinu og í styrjöldinni í Bosníu var Tomahawk-flaugum skotið frá herskipinu á skotmörk á landi. Hugsanlegt er að í sprengjur þess sé notað rýrt úran. Á liðnum árum hefur umfjöllun fjölmiðla um herskipakomur af þessu tagi verið á þeim nótum að í þeim felist fyrst og fremst skemmtileg upplyfting. SHA hvetja íslenska fjölmiðla til að velta fremur upp spurningum um afdrif þess fólks sem orðið hefur fyrir sprengjum þessara vígtóla, og þá einnig þeirri staðreynd að krabbameinstilfellum fjölgar þar sem beitt hefur verið sprengjum með rýrðu úrani. SHA minna einnig á að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í mars 2002 að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. SHA vænta þess að gengið hafi verið úr skugga um að ekkert þessara skipa beri kjarnorkuvopn og hvetja jafnframt borgarstjórn til að ganga skrefinu lengra og hafna komu stríðstækja af öllu tagi.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …