BREYTA

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

ussnormandy Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. júni. Hér er um að ræða bandaríska skipið USS Normandy, sem kemur að Skarfabakka í Sundahöfn kl. 08:15, spænska skipið SPS Patino, sem kemur að Korngarði í Sundahöfn kl. 08:45 og þýska skipið FGS Sachsen, sem kemur að Miðbakka í gömlu höfninni kl. 09:30. Rúmlega 700 sjóliðar eru um borð í skipunum. Sérstaklega skal bent á USS Normandy, sem sigldi í jómfrúarferð sinni árið 1990 til stríðs í Persaflóa og skaut þar 26 Tomahawk-flaugum. Fimm árum seinna tók skipið þátt í Bosníustríðinu og skaut þar a.m.k. 13 Tomahawk-flaugum. Árið 2001 tók skipið þátt í aðgerðum við innrásina í Afganistan og árið 2005 tók það síðan aftur þátt í aðgerðum á Persaflóa. Sumar heimildir segja að notað sé rýrt úran í eitthvað af þeim skotfærum sem þetta skip ber. Ályktun SHA Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla komu NATO-herskipa til hafnar í Reykjavík. „Kurteisisheimsóknir“ af þessu tagi eru til þess fallnar að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Herskipin, sem nú sækja Íslendinga heim, eru byggð með stríðsrekstur í huga og eiga ljóta sögu að baki. SHA vekja athygli á því að skipið USS Normandy hefur tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers á síðustu árum. Í fyrra Íraksstríðinu og í styrjöldinni í Bosníu var Tomahawk-flaugum skotið frá herskipinu á skotmörk á landi. Hugsanlegt er að í sprengjur þess sé notað rýrt úran. Á liðnum árum hefur umfjöllun fjölmiðla um herskipakomur af þessu tagi verið á þeim nótum að í þeim felist fyrst og fremst skemmtileg upplyfting. SHA hvetja íslenska fjölmiðla til að velta fremur upp spurningum um afdrif þess fólks sem orðið hefur fyrir sprengjum þessara vígtóla, og þá einnig þeirri staðreynd að krabbameinstilfellum fjölgar þar sem beitt hefur verið sprengjum með rýrðu úrani. SHA minna einnig á að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í mars 2002 að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. SHA vænta þess að gengið hafi verið úr skugga um að ekkert þessara skipa beri kjarnorkuvopn og hvetja jafnframt borgarstjórn til að ganga skrefinu lengra og hafna komu stríðstækja af öllu tagi.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Safnast verður saman við Ísafjarðarkirkju kl. 17:45 og gengið niður á Silfurtorg þar sem haldin …

SHA_forsida_top

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Til umhugsunar: kaup handa börnum fyrir jól

Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafa sent frá sér eftirfarandi áskorun sem okkur finnst ástæða …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Reykjavík: Lagt af stað frá Hlemmi stundvíslega kl. 18. Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Friðarganga á Akureyri - réttur tími

Ranghermt var í frétt hér á Friðarvefnum að Þorláksgangan á Akureyri hæfist kl. 22. Hið …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Akureyri

Friðarganga á Akureyri

Friðargangan á Akureyri leggur af stað Menntaskólanum klukkan 20. Göngunni lýkur með fundi þar sem …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga á Ísafirði

Friðarganga verður að venju á Ísafirði á Þorláksmessu. Gangan hefst kl. 18, líkt og í …

SHA_forsida_top

Jólagjöf friðarsinnans

Jólagjöf friðarsinnans

Friðarsinnar eru upp til hópa nægjusamt fólk sem ekki gengur svo glatt græðginni og lífsgæðakapphlaupinu …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Efnt verður til þriggja friðarganga á Þorláksmessu í ár, í Reykjavík, á Ísafirði og …

SHA_forsida_top

Fjölmenni á málsverði

Fjölmenni á málsverði

Frábær mæting var á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss á föstudagskvöld, en um fimmtíu manns mættu og gæddu …

SHA_forsida_top

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Undirbúningur Þorláksmessugöngu

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi um undirbúning friðargöngu á Þorláksmessu. Fundurinn hefst kl. 20 og …

SHA_forsida_top

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan – spurningakeppni SHA

Friðarpípan, reyklaus spurningakeppni, verður haldin laugardaginn 17. desember í Friðarhúsi. Keppt verður eftir hefðbundnu pöbb-kviss …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður til styrktar Friðarhúsi verður haldinn að kvöldi föstudagsins 16. desember og hefst kl. 19. …

SHA_forsida_top

Krásir

Krásir

Föstudagskvöldið 16. desember verður efnt til fjáröflunarmálsverðar í Friðarhúsi, þar sem friðarsinnar geta kýlt vömbina …

SHA_forsida_top

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Áhrifamikil ræða Nóbelsverðlaunahafans Harold Pinter

Það var friðasinnnum sérstakt ánægjuefni að Nóbelsverðlaunin voru þetta árið veitt breska leikritaskáldinu Harold Pinter. …

SHA_forsida_top

Fundað í framhaldsskólum

Fundað í framhaldsskólum

Undirbúningsfundur fyrir skólaheimsóknir SHA á vorönn, m.a. rætt um endurskoðun Skóla-Dagfara frá árinu 1999. Hefst …