BREYTA

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við þetta skapar hættu fyrir almenna flugumferð og þjónar engum hagnýtum tilgangi. Enn meiri hætta skapast síðan þegar NATO-ríkin senda herþotur sínar til móts við rússnesku þoturnar og fylgja þeim eftir í fluginu. Skemmst er að minnast að slík loftfimleikaæfing endaði með ósköpum fyrir nokkrum árum þegar bandarísk njósnaflugvél rétt undan ströndum Kína rakst á kínverska þotu sem hafði verið send til að elta hana uppi. Samtök hernaðarandstæðinga árétta andstöðu sína við umferð allra vígtóla í íslenskri lögsögu, hverrar þjóðar sem þau kunna að vera. Ferð rússnesku vélanna er dapurlegur endurómur frá tímum kalda stríðsins, en kemur því miður ekki á óvart enda virðast ráðamenn víða um lönd kappkosta að blása lífi í glæður þess. Má þar nefna þá viðleitni Bandaríkjastjórnar að koma sér upp gagneldflaugakerfi og virðingarleysi stjórnvalda í Bandaríkjunum og Rússlandi gagnvart ýmsum afvopnunarsamningum. Þá má á það minna að hernaðarbandalagið NATO hefur á síðustu árum orðið sífellt árásargjarnara og uppivöðslusamara. Íslenskum stjórnvöldum væri sæmst að vinna að framgöngu friðar á alþjóðavettvangi í stað þess að ríghalda í gamla heimsmynd. Síst af öllu eiga Íslendingar að hafa frumkvæði að heræfingum hér á landi, sem augljóslega munu leiða af sér enn tíðari ferðir herflugvéla hér við land - boðinna jafnt sem óboðinna. 17. ágúst 2007 Fréttir um málið: FRÉTTATILKYNNING frá utanríkisráðuneytinu 18.8.2007. Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur. Vísir, 17. ágú. 2007 18:30 Rússneskar vélar í íslenskri lofthelgi. mbl.is 17.8.2007 18:52 Rússar flugu upp að Íslandi í nótt. RÚV 17.08.2007 19:18 Rætt við sendiherra Rússa. Fréttablaðið, 18. ágú. 2007 05:45 Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþota við strendur Íslands. mbl.is 18.8.2007 10:54 Flugi Rússa mótmælt. Vísir, 18. ágú. 2007 11:02 Rússar í hringferð um landið. Vísir, 18. ágú. 2007 12:04 Tilkynning utanríkisráðuneytis varðandi flug rússneskra herflugvéla. mbl.is 18.8.2007 12:05 Ráðherra: Rússaflug braut ekki gegn Íslendingum. RÚV 18.08.2007 12:23 Flugi Rússa við strendur Íslands mótmælt. RÚV 18.08.2007 12:29 Óþarfi að búa til rússagrýlu. Vísir, 18. ágú. 2007 18:51 Umræður á blogginu: http://eyjan.is/silfuregils/2007/08/18/herna%c3%b0arbrolt/ http://polites.blog.is/blog/polites/entry/289338/#comments http://truflun.net/oligneisti/2007/08/18/er-egill-helgason-bila%c3%b0ur/ Ómar Ragnarsson: AFTUR KOMIÐ 1910?

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …