BREYTA

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

AmnestyFimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ til flotastöðvarinnar við Guantánamo-flóa á Kúbu. Þrátt fyrir að fangabúðirnar hafi verið fordæmdar um heim allan eru þar enn 430 einstaklingar af 35 þjóðernum. Enginn þeirra hefur verið dæmdur samkvæmt bandarískum lögum. Tíu fangar hafa sætt ákæru en ekki hefur verið réttað í málum þeirra. Aðstaða fanganna er slæm, varðhaldsvistin ótímabundin og þeir eru einangraðir frá umheiminum. Varðhaldsvistin telst ill, ómannleg og niðurlægjandi meðferð og brýtur því gegn alþjóðalögum. Fangabúðirnar við Guantánamo-flóa eru tákn óréttlætis. Bandaríska ríkisstjórnin verður að loka þeim. Fanga skal leysa úr haldi eða þeir skulu sæta ákæru og réttað skal yfir þeim í fullnægjandi og réttlátum réttarhöldum. Íslandsdeild Amnesty International efnir til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum verður sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangarnir verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru. Félagar sem aðrir eru hvattir til mæta og sýna samhug með föngunum sem þar er haldið í trássi við alþjóðlega mannréttindalöggjöf og krefjast lokunar búðanna. Kvöldið 11. janúar sýnir Íslandsdeildin heimildarþátt frá BBC sem heitir Inside Guantánamo og fjallar um heimsókn þáttagerðarmanna til fangelsisins. Sýnd eru viðtöl við fyrrverandi fanga, aðstandendur fanga og síðast en ekki síst fangaverði og yfirmenn fangelsisins. Sýningin fer fram í Alþjóðahúsinu á 3. hæð og hefst kl. 20:30. Sýningin stendur yfir í um klukkutíma og umræður verða að henni lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktun um kjarnorkuvopnafriðlýsingu landsins: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa fullum stuðningi við frumvarp sem þingmenn úr öllum …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv. 11:30 - venjuleg aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína efnir til kvikmyndasýningar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagfari kominn á netið

Dagfari kominn á netið

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. …

SHA_forsida_top

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns …

SHA_forsida_top

Útgáfuhátíð MÚR

Útgáfuhátíð MÚR

Málfundafélag úngra róttæklinga fagnar útgáfu bókar sinnar í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

SHA fundar á Ísafirði

SHA fundar á Ísafirði

Fyrirhugaður fundur SHA á Ísafirði um síðustu helgi féll niður vegna veðurs. Um þessa helgi …

SHA_forsida_top

Farandverkakonur

Farandverkakonur

Í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19.00, efnir MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Sigurlaug …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gæluverkefni sett á ís?

Gæluverkefni sett á ís?

Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af …

SHA_forsida_top

Matseðillinn

Matseðillinn

Nú liggur fyrir matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudags. Rúbý frá Singapúr eldar, en í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. okt. kl. 19. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.