BREYTA

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

AmnestyFimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ til flotastöðvarinnar við Guantánamo-flóa á Kúbu. Þrátt fyrir að fangabúðirnar hafi verið fordæmdar um heim allan eru þar enn 430 einstaklingar af 35 þjóðernum. Enginn þeirra hefur verið dæmdur samkvæmt bandarískum lögum. Tíu fangar hafa sætt ákæru en ekki hefur verið réttað í málum þeirra. Aðstaða fanganna er slæm, varðhaldsvistin ótímabundin og þeir eru einangraðir frá umheiminum. Varðhaldsvistin telst ill, ómannleg og niðurlægjandi meðferð og brýtur því gegn alþjóðalögum. Fangabúðirnar við Guantánamo-flóa eru tákn óréttlætis. Bandaríska ríkisstjórnin verður að loka þeim. Fanga skal leysa úr haldi eða þeir skulu sæta ákæru og réttað skal yfir þeim í fullnægjandi og réttlátum réttarhöldum. Íslandsdeild Amnesty International efnir til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum verður sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangarnir verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru. Félagar sem aðrir eru hvattir til mæta og sýna samhug með föngunum sem þar er haldið í trássi við alþjóðlega mannréttindalöggjöf og krefjast lokunar búðanna. Kvöldið 11. janúar sýnir Íslandsdeildin heimildarþátt frá BBC sem heitir Inside Guantánamo og fjallar um heimsókn þáttagerðarmanna til fangelsisins. Sýnd eru viðtöl við fyrrverandi fanga, aðstandendur fanga og síðast en ekki síst fangaverði og yfirmenn fangelsisins. Sýningin fer fram í Alþjóðahúsinu á 3. hæð og hefst kl. 20:30. Sýningin stendur yfir í um klukkutíma og umræður verða að henni lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …