BREYTA

Amnesty mótmælir á Lækjartorgi

AmnestyFimmtudaginn 11. janúar n.k. verða fimm ár liðin frá því að Bandaríkjaher flutti fyrstu fangana í „stríðinu gegn hryðjuverkum“ til flotastöðvarinnar við Guantánamo-flóa á Kúbu. Þrátt fyrir að fangabúðirnar hafi verið fordæmdar um heim allan eru þar enn 430 einstaklingar af 35 þjóðernum. Enginn þeirra hefur verið dæmdur samkvæmt bandarískum lögum. Tíu fangar hafa sætt ákæru en ekki hefur verið réttað í málum þeirra. Aðstaða fanganna er slæm, varðhaldsvistin ótímabundin og þeir eru einangraðir frá umheiminum. Varðhaldsvistin telst ill, ómannleg og niðurlægjandi meðferð og brýtur því gegn alþjóðalögum. Fangabúðirnar við Guantánamo-flóa eru tákn óréttlætis. Bandaríska ríkisstjórnin verður að loka þeim. Fanga skal leysa úr haldi eða þeir skulu sæta ákæru og réttað skal yfir þeim í fullnægjandi og réttlátum réttarhöldum. Íslandsdeild Amnesty International efnir til táknrænnar uppákomu þann 11. janúar kl. 17:00 á Lækjartorgi þar sem blöðrum verður sleppt til að undirstrika kröfu Amnesty um að fangarnir verði látnir lausir eða þeir látnir sæta ákæru. Félagar sem aðrir eru hvattir til mæta og sýna samhug með föngunum sem þar er haldið í trássi við alþjóðlega mannréttindalöggjöf og krefjast lokunar búðanna. Kvöldið 11. janúar sýnir Íslandsdeildin heimildarþátt frá BBC sem heitir Inside Guantánamo og fjallar um heimsókn þáttagerðarmanna til fangelsisins. Sýnd eru viðtöl við fyrrverandi fanga, aðstandendur fanga og síðast en ekki síst fangaverði og yfirmenn fangelsisins. Sýningin fer fram í Alþjóðahúsinu á 3. hæð og hefst kl. 20:30. Sýningin stendur yfir í um klukkutíma og umræður verða að henni lokinni. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.