BREYTA

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið 1955 sem samstarfs- og samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja NATO. Í dag eiga 26 aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sæti á NATO-þinginu og 13 ríki aukaaðild. Þingið hefur þó enga formlega stöðu innan bandalagsins en með árunum hefur komist á náin og virk samvinna NATO-þingsins og NATO. Meginhlutverk NATO-þingsins er að upplýsa og efla samstöðu þjóðþinganna. Þingið er, samkvæmt því sem segir á vef Alþingis, vettvangur þar sem þingmenn aðildarríkja NATO og aukaaðildarríkja geta fræðst um málefni bandalagsins, komið skoðunum sínum og áhyggjuefnum á framfæri og skipst á skoðunum um öryggis- og varnarmál. Á NATO-þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá aðildarríkjunum 26, auk þingmanna 13 aukaaðildarríkja, svo sem Sviss, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands og fleiri landa fyrrum Sovétríkjanna sem og fyrrum Júgóslavíu. Fjöldi fulltrúa frá hverju þjóðþingi er í hlutfalli við fólksfjölda í hverju ríki. Ísland hefur þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Fulltrúar Alþingis eru Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson. Varamenn eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson. Einn þingflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ekki tilnefnt neinn fulltrúa. Alþýðubandalagið hafði á sínum tíma sama hátt á. Það er þó alls ekki algilt að stjórnmálaflokkar sem eru andvígir NATO eða gagnrýnir á bandalagið haldi sig utan við þessar samkomu. Þannig á til dæmis Vinstriflokkurinn í Þýskaland (Die Linke) fulltrúa, sömuleiðis Sósíalíski vinstri flokkurinn (Sosialistisk Venstreparti) í Noregi og Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti) í Danmörku. Einingarlistinn (Enhedslisten) í Danmörku hefur hins vegar engan fulltrúa. Búist er við rúmlega 700 gestum á fundinn, þar af um 350 fulltrúa þjóðþingaþinga. Kostnaður Íslands vegna þingsins er áætlaður 150 milljónir. Um Íslandsdeild NATO-þingsins á vef Alþingis Um fundinn á vef Alþingis Vefur NATO-þingsins Um fundinn á vef NATO-þingsins Í tilefni fundarins mun SHA standa fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 8. okotóber. Dagskrá fundarins og staðsetning verða auglýst síðar Ung Vinstri-græn efna til friðarstundar við Laugardagshöll, fundarstað NATO-þingsins, laugardaginn 6. október kl. 8 árdegis.

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …