BREYTA

Ársfundur NATO-þingsins í Reykjavík 5.-9. október.

53. ársfundur NATO þingsins sem verður haldinn í Reykjavík 5.-9. október. NATO-þingið var stofnað árið 1955 sem samstarfs- og samráðsvettvangur þingmanna aðildarríkja NATO. Í dag eiga 26 aðildarríki Atlantshafsbandalagsins sæti á NATO-þinginu og 13 ríki aukaaðild. Þingið hefur þó enga formlega stöðu innan bandalagsins en með árunum hefur komist á náin og virk samvinna NATO-þingsins og NATO. Meginhlutverk NATO-þingsins er að upplýsa og efla samstöðu þjóðþinganna. Þingið er, samkvæmt því sem segir á vef Alþingis, vettvangur þar sem þingmenn aðildarríkja NATO og aukaaðildarríkja geta fræðst um málefni bandalagsins, komið skoðunum sínum og áhyggjuefnum á framfæri og skipst á skoðunum um öryggis- og varnarmál. Á NATO-þinginu eiga sæti 248 þingmenn frá aðildarríkjunum 26, auk þingmanna 13 aukaaðildarríkja, svo sem Sviss, Svíþjóðar, Finnlands, Rússlands og fleiri landa fyrrum Sovétríkjanna sem og fyrrum Júgóslavíu. Fjöldi fulltrúa frá hverju þjóðþingi er í hlutfalli við fólksfjölda í hverju ríki. Ísland hefur þrjá fulltrúa og þrjá til vara. Fulltrúar Alþingis eru Ragnheiður E. Árnadóttir formaður, Ásta R. Jóhannesdóttir varaformaður og Magnús Stefánsson. Varamenn eru Arnbjörg Sveinsdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson og Kristinn H. Gunnarsson. Einn þingflokkur, Vinstrihreyfingin grænt framboð, hefur ekki tilnefnt neinn fulltrúa. Alþýðubandalagið hafði á sínum tíma sama hátt á. Það er þó alls ekki algilt að stjórnmálaflokkar sem eru andvígir NATO eða gagnrýnir á bandalagið haldi sig utan við þessar samkomu. Þannig á til dæmis Vinstriflokkurinn í Þýskaland (Die Linke) fulltrúa, sömuleiðis Sósíalíski vinstri flokkurinn (Sosialistisk Venstreparti) í Noregi og Sósíalíski þjóðarflokkurinn (Socialistisk Folkeparti) í Danmörku. Einingarlistinn (Enhedslisten) í Danmörku hefur hins vegar engan fulltrúa. Búist er við rúmlega 700 gestum á fundinn, þar af um 350 fulltrúa þjóðþingaþinga. Kostnaður Íslands vegna þingsins er áætlaður 150 milljónir. Um Íslandsdeild NATO-þingsins á vef Alþingis Um fundinn á vef Alþingis Vefur NATO-þingsins Um fundinn á vef NATO-þingsins Í tilefni fundarins mun SHA standa fyrir hádegisverðarfundi mánudaginn 8. okotóber. Dagskrá fundarins og staðsetning verða auglýst síðar Ung Vinstri-græn efna til friðarstundar við Laugardagshöll, fundarstað NATO-þingsins, laugardaginn 6. október kl. 8 árdegis.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …