BREYTA

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök herstöðvaandstæðinga voru í hópi þeirra félaga sem létu þar til sín taka, eins og fram hefur komið. Fulltrúi SHA í pallborðsumræðum var Einar Ólafsson, ritari samtakanna. Nokkra athygli vakti í umræðunum að Þorsteinn Pálsson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefndinni, vék sérstaklega að tillögum SHA þess efnis að bundið yrði í stjórnarskrá að Ísland mætti ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Að mati Þorsteins væri slíkt ákvæði of "heftandi" fyrir stjórnvöld. Það er afar merkileg yfirlýsing frá fyrrum forsætisráðherra Íslands að mikilvægt sé að stjórnvöld geti gerst aðilar að stríði og að óæskilegt sé að setja skorður við slíku í undirstöðulögum þjóðarinnar. Nú kann það vel að vera skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni að Íslendingar eigi að blanda sér í hernaðarátök í heiminum með beinni hætti en verið hefur í framtíðinni. Ef sú er raunin, hljóta Sjálfstæðismenn hins vegar að beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um það hvernig standa skuli að slíkum stríðsyfirlýsingum - enda mun vandfundin sú stjórnarskrá í veröldinni sem ekki felur í sér ákvæði um hvernig fara skuli með það vald. Hætt er þó við að þessi afstaða Þorsteins Pálssonar njóti lítils stuðnings landsmanna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

Feministafélag fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

MFÍK í Friðarhúsi

MFÍK í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Gamalt baráttumál nær fram að ganga

Þær ánægjulegu fregnir bárust í dag að borgarstjórn Reykjavíkur hefði samþykkt að gerast aðili að …

SHA_forsida_top

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

Áhugaverður fyrirlestur & kvikmyndasýning

How long does 'Post-War' last for Women? Some Feminist Clues Næstkomandi fimmtudag, 14. október, …

SHA_forsida_top

Friðarmerki á Klambratúni

Friðarmerki á Klambratúni

Laugardaginn 2. október n.k. munu ýmis félagasamtök og friðarhreyfingar efna samkomu á Klambratúni, þar sem …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fjáröflunarmálsverður, föstudag

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu haustmisseri verður haldinn föstudagskvöldið 24. september. Matseðillinn verður á …

SHA_forsida_top

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Opinn félagsfundur MFÍK á alþjóðlegum degi friðar 21. sept.

Sameinuðu þjóðirnar hafa tilnefnt 21. september sem alþjóðlegan dag friðar og er fólk víðsvegar um …

SHA_forsida_top

Myndasýning Íslands-Palestínu

Myndasýning Íslands-Palestínu

Ísland-Palestína stendur fyrir myndasýningu í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna ECA-umræðu

Ályktun vegna ECA-umræðu

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að enn á ný sé hafin umræða um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Vel heppnuð kertafleyting á Akureyri

Um 150 manns sóttu kertafleytingu til minningar fórnarlamba kjarnavopnaárásanna á Hiroshimo og Nagasaki. Þátttakan fór …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn, 9. ágúst

Samstarfshópur friðarhreyfinga stendur að venju fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn mánudagaskvöldið 9. ágúst kl. 22:30 í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ALE)

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Ályktun vegna uppljóstrana Wikileaks

Samtök hernaðarandstæðinga fagna því að hernaður Nató-ríkja í Afganistan hafi verið afhúpaður með þeim hætti …

SHA_forsida_top

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Er Evrópusambandið ekki friðarbandalag?

Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands og áhugamaður um friðar- og alþjóðamál …