BREYTA

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök herstöðvaandstæðinga voru í hópi þeirra félaga sem létu þar til sín taka, eins og fram hefur komið. Fulltrúi SHA í pallborðsumræðum var Einar Ólafsson, ritari samtakanna. Nokkra athygli vakti í umræðunum að Þorsteinn Pálsson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefndinni, vék sérstaklega að tillögum SHA þess efnis að bundið yrði í stjórnarskrá að Ísland mætti ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Að mati Þorsteins væri slíkt ákvæði of "heftandi" fyrir stjórnvöld. Það er afar merkileg yfirlýsing frá fyrrum forsætisráðherra Íslands að mikilvægt sé að stjórnvöld geti gerst aðilar að stríði og að óæskilegt sé að setja skorður við slíku í undirstöðulögum þjóðarinnar. Nú kann það vel að vera skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni að Íslendingar eigi að blanda sér í hernaðarátök í heiminum með beinni hætti en verið hefur í framtíðinni. Ef sú er raunin, hljóta Sjálfstæðismenn hins vegar að beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um það hvernig standa skuli að slíkum stríðsyfirlýsingum - enda mun vandfundin sú stjórnarskrá í veröldinni sem ekki felur í sér ákvæði um hvernig fara skuli með það vald. Hætt er þó við að þessi afstaða Þorsteins Pálssonar njóti lítils stuðnings landsmanna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína í Friðarhúsi

Ísland-Palestína funda í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna stofnunar rannsóknarnefndar

Ályktun frá SHA vegna stofnunar rannsóknarnefndar

Samtök Hernaðarandstæðinga fagna hugmyndum um að sett verði á fót nefnd til þess að rannsaka …

SHA_forsida_top

Matseðill föstudagsins

Matseðill föstudagsins

Minnt er á fjáröflunarmálsverð Friðarhúss sem haldinn verður föstudagskvöldið 29. janúar. Borðhald hefst kl. …

SHA_forsida_top

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Málsverður í Friðarhúsi, föstudag

Hinir mánaðarlegu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast að nýju n.k. föstudagskvöldið, 29. janúar. Boðið verður upp …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Íran?

Hvað er á seyði í Íran?

Félagsfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Íran? - Miðvikudagsfundur.

Hvað er á seyði í Íran? - Miðvikudagsfundur.

Íran hefur verið í sviðsljósi alþjóðamálanna á undanförnum misserum. Stjórnmálaástandið innanlands er óstöðugt og reglulega …

SHA_forsida_top

Evrópumót í handbolta

Evrópumót í handbolta

Fylgst með leikjum íslenska liðsins í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Evrópumót í handbolta

Evrópumót í handbolta

Fylgst með leikjum íslenska liðsins í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Evrópumót í handbolta

Evrópumót í handbolta

Fylgst með leikjum íslenska liðsins í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÓ)

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi (ÞÓ)

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK er í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars

Undirbúningsfundur vegna 8.mars