BREYTA

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök herstöðvaandstæðinga voru í hópi þeirra félaga sem létu þar til sín taka, eins og fram hefur komið. Fulltrúi SHA í pallborðsumræðum var Einar Ólafsson, ritari samtakanna. Nokkra athygli vakti í umræðunum að Þorsteinn Pálsson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefndinni, vék sérstaklega að tillögum SHA þess efnis að bundið yrði í stjórnarskrá að Ísland mætti ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Að mati Þorsteins væri slíkt ákvæði of "heftandi" fyrir stjórnvöld. Það er afar merkileg yfirlýsing frá fyrrum forsætisráðherra Íslands að mikilvægt sé að stjórnvöld geti gerst aðilar að stríði og að óæskilegt sé að setja skorður við slíku í undirstöðulögum þjóðarinnar. Nú kann það vel að vera skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni að Íslendingar eigi að blanda sér í hernaðarátök í heiminum með beinni hætti en verið hefur í framtíðinni. Ef sú er raunin, hljóta Sjálfstæðismenn hins vegar að beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um það hvernig standa skuli að slíkum stríðsyfirlýsingum - enda mun vandfundin sú stjórnarskrá í veröldinni sem ekki felur í sér ákvæði um hvernig fara skuli með það vald. Hætt er þó við að þessi afstaða Þorsteins Pálssonar njóti lítils stuðnings landsmanna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Friðargæsla í skiptum fyrir herþotur

Í 2. grein hinna nýju varnarmálalaga segir að meðal markmiða laganna sé „að greina á …

SHA_forsida_top

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Malaví-fundur, miðvikudagskvöld

Opinn félagsfundur MFÍK verður miðvikudaginn 21. maí kl. 19.00 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 (á horni …

SHA_forsida_top

Brunaútköllum sinnt vikulega

Brunaútköllum sinnt vikulega

Eftirfarandi grein eftir Stefán Pálsson formann SHA birtist í 24 stundum 9. maí. Ritstjóri 24 …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópurinn fundar.

SHA_forsida_top

Til hvers er Nató?

Til hvers er Nató?

Eftirfarandi grein Árna Björnssonar birtist í Morgunblaðinu 6. maí. Undarlegt dekur íslenskra stjórnvalda við herbandalagið …

SHA_forsida_top

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Umsækjendur um stöðu forstjóra varnarmálastofnunar

Eins og fram hefur komið hefur formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, Stefán Pálsson, sótt um stöðu forstjóra …

SHA_forsida_top

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Fyrirspurn á Alþingi um franskar herþotur

Þriðjudaginn 6. maí lagði Steingrímur J. Sigfússon fram fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA.

SHA_forsida_top

Hver er óvinurinn?

Hver er óvinurinn?

Nú eru þær komnar, orrustuþoturnar frönsku. Frá komu þeirra er sagt svo á mbl.is (5.5.2008, …

SHA_forsida_top

Tilkynning frá formanni SHA

Tilkynning frá formanni SHA

Reykjavík, 2. maí 2008 Um allnokkurt skeið hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá …

SHA_forsida_top

1. maí-kaffi SHA 2008

1. maí-kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Háskólinn setur enn niður

Háskólinn setur enn niður

Undir fyrirsögninni Háskólinn setur niður var fjallað um það hér á Friðarvefnum síðastliðinn sunnudag hvernig …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2008

1. maí kaffi SHA 2008

Munið 1. maí kaffi Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsi frá kl. 11. Setið verður að …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Fundur í sögunefnd SHA

SHA_forsida_top

Háskólinn setur niður

Háskólinn setur niður

Á morgun, mánudag, verður efnt til málstofu í Háskóla Íslands þar sem rætt verður um …