BREYTA

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök herstöðvaandstæðinga voru í hópi þeirra félaga sem létu þar til sín taka, eins og fram hefur komið. Fulltrúi SHA í pallborðsumræðum var Einar Ólafsson, ritari samtakanna. Nokkra athygli vakti í umræðunum að Þorsteinn Pálsson, einn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefndinni, vék sérstaklega að tillögum SHA þess efnis að bundið yrði í stjórnarskrá að Ísland mætti ekki segja öðrum þjóðum stríð á hendur. Að mati Þorsteins væri slíkt ákvæði of "heftandi" fyrir stjórnvöld. Það er afar merkileg yfirlýsing frá fyrrum forsætisráðherra Íslands að mikilvægt sé að stjórnvöld geti gerst aðilar að stríði og að óæskilegt sé að setja skorður við slíku í undirstöðulögum þjóðarinnar. Nú kann það vel að vera skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefndinni að Íslendingar eigi að blanda sér í hernaðarátök í heiminum með beinni hætti en verið hefur í framtíðinni. Ef sú er raunin, hljóta Sjálfstæðismenn hins vegar að beita sér fyrir því að sett verði ákvæði í stjórnarskrá um það hvernig standa skuli að slíkum stríðsyfirlýsingum - enda mun vandfundin sú stjórnarskrá í veröldinni sem ekki felur í sér ákvæði um hvernig fara skuli með það vald. Hætt er þó við að þessi afstaða Þorsteins Pálssonar njóti lítils stuðnings landsmanna. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórnarfundur Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss ehf. fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Lasagne & grænmetisréttur

Lasagne & grænmetisréttur

Fjáröflunarmálsverður verður haldinn í Friðarhúsi föstudaginn 28. mars. Þorvaldur Þorvaldsson eldar lasagne og Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

28. febrúar síðastliðinn var lagt fyrir Alþingi Frumvarp til laga um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða við kínverska sendiráðið mánudaginn 17. mars kl. 5

Mótmælastaða verður við kínverska sendiráðið Víðimel 29 klukkan 5 í dag, 17. mars, til stuðnings …

SHA_forsida_top

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Stríðinu verður að linna - útifundur á Ingólfstorgi 15. mars

Nokkur hundruð manns komu saman á Ingólfstorgi í dag, 15. mars í tilefni af alþjóðlegum …

SHA_forsida_top

15. mars – stíðinu verður að linna

15. mars – stíðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Sjá nánar Tillögur …

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13 laugardaginn 15. mars Dagskrá Ávörp: Hjalti Hugason prófessor …

SHA_forsida_top

Munið 15. mars!

Munið 15. mars!

Útifundur á Ingólfstorgi kl. 13. Mótmælum stríðinu í Írak! Mótmælum hernaðarhyggju og heimsvaldastefnu! Stuðlum að …

SHA_forsida_top

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Friðargæsluliðar til Afganistan - röng ákvörðun segir Morgunblaðið

Ákveðið hefur verið að senda fjóra friðargæsluliða frá Íslandi til Afganistan á næstunni til viðbótar …

SHA_forsida_top

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

8. mars kl. 14 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti Dagskrá í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn …

SHA_forsida_top

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Stöðvum fjöldamorðin á Gaza - útifundur á Lækjartorgi miðvikudaginn 5. mars kl. 12:15

Efnt verður til útifundar á Lækjartorgi í hádeginu á morgun, miðvikudaginn 5. mars klukkan 12:15, …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefndarfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Umsögn SHA um frumvarp til varnarmálalaga

Utanríkismálanefnd Alþingis sendi í síðasta mánuði Samtökum hernaðarandstæðinga til umsagnar frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga. Samtökin …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórnarfundur Ísland-Palestína

Stjórn Íslands-Palestínu fundar í Friðarhúsi.