BREYTA

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Kjarnorkuvpon í Evrópu Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear Weapons in Europe. A review of post-Cold War policy, force levels, and war planning. Á vefnum nukestrat.com tekur höfundur ritsins, Hans M. Kristensen, saman helstu niðurstöður þess: Bandaríkin hafa nú 480 kjarnorkusprengjur í átta herstöðvum í sex Evrópulöndum: Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Tyrklandi og Bretlandi. Þessar 480 sprengjur eru restin af gífurlegu kjarnorkuvopnabúri í Evrópu á kaldastríðsárunum sem náði hámarki árið 1970 en 1973 höfðu Bandaríkin 7300 kjarnorkusprengjur í Evrópu. Sovétríkin voru þá með kjarnorkuvopn í Austur-Evrópu, en þau hafa öll verið fjarlægð. Um 1985 fór verulega að draga úr þessum kjarnorkuvígbúnaði og 1991 ákváðu Bandaríkin með samþykki NATO að fjarlægja kjarnorkuvopnin að mestu, en 480 sprengjur voru sem sagt skildar eftir. Núna eru Bandaríkin eina kjarnorkuveldið sem hefur kjarnorkuvopn í öðrum löndum. Ætlunin er að beita þessum 480 kjarnorkusprengjum í samræmi við kjarnorkuvopnaáætlanir NATO gegn skotmörkum í Rússlandi eða Mið-Austurlöndum. Í skýrslunni kemur fram hversu margar bandarískar kjarnorkusprengjur eru eyrnarmerktar kjanorkuvopnalausum NATO-löndum til notkunar. Á stríðstímum yrðu allt að 180 af þessum 480 sprengjum afhentar Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi til notkunar fyrir flugheri þessara landa. Ekkert annað kjarnorkuveldi eða hernaðarbandalag hefur kjarnorkuvopn eyrnamerkt kjarnorkuvopnalausum löndum. Þó að Bandaríkin hafi full yfirráð yfir þessum sprengjum á friðartímum, þá er þessi staða kjarnorkuvopnalausu NATO-ríkjanna sem hálfgildings kjarnorkuríki brot á NPT-samningnum um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Bandaríkin og NATO halda því fram að svo sé ekki af því að Bandaríkin hafi yfirráð yfir vopnunum. En kjarnorkuvopnalausu ríkin eru engan veginn óvirk hvað þetta varðar á friðartímum þar sem herflugmenn þeirra æfa kjarnorkuárásir og flugvélar eru tilbúnar til að taka við kjarnorkuvopnum ef nauðsyn krefur. Og með því að veita kjarnorkuvopnalausum ríkjum þann búnað sem þarf til að beita kjarnorkuvopnum ef þess verður þörf eru Bandaríkin og Evrópa að brjóta gegn þeim viðmiðum sem þau sjálf hafa sett um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna í deilum sínum við ríki eins og Íran og Norður-Kóreu. Þá kemur fram í skýrslunni að Bandaríkin hafa verið að endurbæta svokallaðar B61 kjarnorkusprengjur í Evrópu á síðastliðnum 5 árum. Árið 1994 gerði Bandaríkjaher ráðstafanir til hægt yrði að beita kjarnorkuvopnum í Evrópu utan ábyrgðarsvæðis Evrópuherstjórnar Bandaríkjahers (EUCOM), sem þýðir að ábyrgðin flyst yfir til CENTCOM, en undir það heyra Mið-Austurlönd, Austur-Afríka og Mið-Asía, þar á meðal Íran og Sýrland. Ekki er ljóst hvort þjóðþing NATO-ríkjanna vissu af þessum ráðstöfunum til að beina kjarnorkuvopnum í Evrópu að og hugsanlega skjóta á Mið-Austurlönd. Niðurstaða skýrslunnar er að þessi kjarnorkuvopnastefna Bandaríkjanna og NATO feli í sér brot á NPT-sáttmálanum, geri andóf Bandaríkjanna og Evrópu gegn hugsanlegum tilraunum kjarnorkuvopnalausra ríkja til að koma sér upp kjarnorkuvopnum ótrúverðugt og hamli frekari kjarnorkuafvopnun. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …