BREYTA

Bandaríkin og NATO brjóta gegn NPT-sáttmálanum

Kjarnorkuvpon í Evrópu Í febrúar 2005 kom út á vegum Natural Resources Defense Council (NRDC) ritið U.S. Nuclear Weapons in Europe. A review of post-Cold War policy, force levels, and war planning. Á vefnum nukestrat.com tekur höfundur ritsins, Hans M. Kristensen, saman helstu niðurstöður þess: Bandaríkin hafa nú 480 kjarnorkusprengjur í átta herstöðvum í sex Evrópulöndum: Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Tyrklandi og Bretlandi. Þessar 480 sprengjur eru restin af gífurlegu kjarnorkuvopnabúri í Evrópu á kaldastríðsárunum sem náði hámarki árið 1970 en 1973 höfðu Bandaríkin 7300 kjarnorkusprengjur í Evrópu. Sovétríkin voru þá með kjarnorkuvopn í Austur-Evrópu, en þau hafa öll verið fjarlægð. Um 1985 fór verulega að draga úr þessum kjarnorkuvígbúnaði og 1991 ákváðu Bandaríkin með samþykki NATO að fjarlægja kjarnorkuvopnin að mestu, en 480 sprengjur voru sem sagt skildar eftir. Núna eru Bandaríkin eina kjarnorkuveldið sem hefur kjarnorkuvopn í öðrum löndum. Ætlunin er að beita þessum 480 kjarnorkusprengjum í samræmi við kjarnorkuvopnaáætlanir NATO gegn skotmörkum í Rússlandi eða Mið-Austurlöndum. Í skýrslunni kemur fram hversu margar bandarískar kjarnorkusprengjur eru eyrnarmerktar kjanorkuvopnalausum NATO-löndum til notkunar. Á stríðstímum yrðu allt að 180 af þessum 480 sprengjum afhentar Belgíu, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og Tyrklandi til notkunar fyrir flugheri þessara landa. Ekkert annað kjarnorkuveldi eða hernaðarbandalag hefur kjarnorkuvopn eyrnamerkt kjarnorkuvopnalausum löndum. Þó að Bandaríkin hafi full yfirráð yfir þessum sprengjum á friðartímum, þá er þessi staða kjarnorkuvopnalausu NATO-ríkjanna sem hálfgildings kjarnorkuríki brot á NPT-samningnum um að hefta útbreiðslu kjarnorkuvopna. Bandaríkin og NATO halda því fram að svo sé ekki af því að Bandaríkin hafi yfirráð yfir vopnunum. En kjarnorkuvopnalausu ríkin eru engan veginn óvirk hvað þetta varðar á friðartímum þar sem herflugmenn þeirra æfa kjarnorkuárásir og flugvélar eru tilbúnar til að taka við kjarnorkuvopnum ef nauðsyn krefur. Og með því að veita kjarnorkuvopnalausum ríkjum þann búnað sem þarf til að beita kjarnorkuvopnum ef þess verður þörf eru Bandaríkin og Evrópa að brjóta gegn þeim viðmiðum sem þau sjálf hafa sett um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna í deilum sínum við ríki eins og Íran og Norður-Kóreu. Þá kemur fram í skýrslunni að Bandaríkin hafa verið að endurbæta svokallaðar B61 kjarnorkusprengjur í Evrópu á síðastliðnum 5 árum. Árið 1994 gerði Bandaríkjaher ráðstafanir til hægt yrði að beita kjarnorkuvopnum í Evrópu utan ábyrgðarsvæðis Evrópuherstjórnar Bandaríkjahers (EUCOM), sem þýðir að ábyrgðin flyst yfir til CENTCOM, en undir það heyra Mið-Austurlönd, Austur-Afríka og Mið-Asía, þar á meðal Íran og Sýrland. Ekki er ljóst hvort þjóðþing NATO-ríkjanna vissu af þessum ráðstöfunum til að beina kjarnorkuvopnum í Evrópu að og hugsanlega skjóta á Mið-Austurlönd. Niðurstaða skýrslunnar er að þessi kjarnorkuvopnastefna Bandaríkjanna og NATO feli í sér brot á NPT-sáttmálanum, geri andóf Bandaríkjanna og Evrópu gegn hugsanlegum tilraunum kjarnorkuvopnalausra ríkja til að koma sér upp kjarnorkuvopnum ótrúverðugt og hamli frekari kjarnorkuafvopnun. Einar Ólafsson

Færslur

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni.

SHA_forsida_top

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga leita svara um vígbúnaðarstefnu ríkisstjórnarinnar

Samtök hernaðarandstæðinga hafa sent ríkisstjórninni athugasemdir og spurningar vegna yfirlýsingar leiðtogafundar NATO í Búkarest í …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Efni: Eygló Bjarnardóttir talar um Malaví og sýnir myndir þaðan.

SHA_forsida_top

Helga Kress í Friðarhúsi

Helga Kress í Friðarhúsi

Vakin er athygli á opnum félagsfundi MFÍK í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 9. apríl, kl. 19. Gestur …

SHA_forsida_top

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Vinur er sá er til vamms segir! - Flosa svarað

Friðarvefurinn hefur birt grein Flosa Eiríkssonar úr tímaritinu Herðubreið, þar sem Flosi finnur að einu …

SHA_forsida_top

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Firring og fásinna - Íslenska „friðarhreyfingin“ er ónýt

Eftirfarandi grein Flosa Eiríkssonar, félaga í SHA, birtist nýverið í tímaritinu Herðubreið. Aðstandendur Friðarvefsins …

SHA_forsida_top

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Á hvaða leið er Samfylkingin?

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 5. apríl 2008. Hópur þingmanna hefur nú lagt fyrir Alþingi …

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA fundar

Sögunefnd SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO fundar bakvið víggirðingar

NATO fundar bakvið víggirðingar

Leiðtogafundur NATO hófst í Búkarest í Rúmeníu í gær, miðvikudaginn 2. apríl, og mun standa …

SHA_forsida_top

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Fundur við kínverska sendiráðið mánudaginn 31. mars kl. 5

Friðavefnum hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: Mánudaginn 31. mars munu Íslendingar ekki láta sitt eftir liggja …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA heldur námskeið um viðtalstækni í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefndarfundur Dagfara

Ritnefnd Dagfara fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Undirskriftasöfnun gegn bandarískum herstöðvum í Tékklandi

Í Tékklandi hefur á undanförnum misserum verið háð hörð barátta gegn áformum tékkneskra og bandarískra …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. hefst kl. 14.