BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku. Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015. Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku. www.afrol.com/articles/14269 www.globalsecurity.org

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …