BREYTA

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

africa Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök herstöðvaandstæðinga. Ástæða þess að Bandaríkjastjórn ákvað að flytja herlið sitt frá Íslandi var ekki að hún væri almennt að leggja niður herstöðvar heldur er hún að færa herstöðvar sínar til og meðal annars eru Bandaríkin nú að vinna að uppbyggingu herstöðvanets í Afríku. Á 7. Alþjóðlega samfélagsþinginu í Nairobi í janúar skipulögðu Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga (International Network for the Abolition of Foreign Military Bases) málþing um bandarískar herstöðvar í Afríku. Bandaríkin hafa að undanförnu verið að styrkja hernaðarstöðu sína í Afríku, meðal annars í Alsír, Malí, Guineu og Djibouti. Sérsveitir bandaríska hersins hafa þegar komið sér fyrir á horni Afríku og áformað er að koma á fót sérstakri herstjórn fyrir Afríku á sama hátt og Kyrrahafsherstjórnin sinnir megninu af Asíu og Kyrrahafinu og Suðurherstjórnin sinnir Rómönsku Ameríku. Bandarísk stjórnvöld segja þetta vera vegna hryðjuverkahættunnar og nú er Afríka sunnan Sahara skilgreind sem hluti af hinum ótrygga hluta heimsins („global arc of instability“) þar sem þörf er á að Bandaríkin styrki hernaðarstöðu sína. Hin raunverulega ástæða er þó líklega frekar sú að 16% af orkuinnfutningi Bandaríkjanna kemur nú frá Guinea-flóanum og verður trúlega 25% árið 2015. Það er því full ástæða fyrir herstöðvaandstæðinga að efla starf sitt í Afríku. Um það snerist annað málþing sem Alþjóðasamtök herstöðvaandstæðinga héldu á samfélagsþinginu í Nairobi. Á alþjóðlegri ráðstefnu herstöðvaandstæðinga sem hefst í Ekvador í næstu viku er stefnt að því að koma á öflugra skipulagi herstöðvaandstæðinga á heimsvísu. Í Evrópu, Asíu og Rómönsku Ameríku er starfsemi herstöðvaandstæðinga þegar allöflug. Með ráðstefnunni í Ekvador og uppbyggingu alþjóðlegs samstarfs er stefnt að því að efla þetta starf enn frekar og þá meðal annars að styðja við skipulagningu herstöðvaandstæðinga í Afríku. www.afrol.com/articles/14269 www.globalsecurity.org

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktanir landsráðstefnu SHA - III

Ályktun um kjarnorkuvopnafriðlýsingu landsins: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa fullum stuðningi við frumvarp sem þingmenn úr öllum …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA, 15.nóv.

Landsráðstefna SHA 2008 verður haldin í Friðarhúsi laugardaginn 15. nóv. 11:30 - venjuleg aðalfundarstörf …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Kvikmyndasýnin: Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína efnir til kvikmyndasýningar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Dagfari kominn á netið

Dagfari kominn á netið

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga kom út á dögunum. Ritstjóri þess er Þórður Sveinsson, ritari SHA. …

SHA_forsida_top

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Velheppnaður Ísafjarðarfundur

Samtök hernaðarandstæðinga efndu til opins félagsfundar í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sl. laugardag. Um tuttugu manns …

SHA_forsida_top

Útgáfuhátíð MÚR

Útgáfuhátíð MÚR

Málfundafélag úngra róttæklinga fagnar útgáfu bókar sinnar í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður - jólahlaðborð

Fjáröflunarmálsverður í Friaðrhúsi.

SHA_forsida_top

SHA fundar á Ísafirði

SHA fundar á Ísafirði

Fyrirhugaður fundur SHA á Ísafirði um síðustu helgi féll niður vegna veðurs. Um þessa helgi …

SHA_forsida_top

Farandverkakonur

Farandverkakonur

Í kvöld, þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19.00, efnir MFÍK til opins félagsfundar í Friðarhúsi. Sigurlaug …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gæluverkefni sett á ís?

Gæluverkefni sett á ís?

Þær gleðilegu fregnir hafa nú borist úr utanríkisráðuneyti Íslands að til standi að slá af …

SHA_forsida_top

Matseðillinn

Matseðillinn

Nú liggur fyrir matseðill fjáröflunarmálsverðar Friðarhúss n.k. föstudags. Rúbý frá Singapúr eldar, en í …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 31. okt. kl. 19. Að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss.

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi.