BREYTA

Blysför á Akureyri í þágu friðar

AkureyriÁhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en gengið hefur verið frá árinu 2002. Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) á Akureyri kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Blysför í þágu friðar felur annars vegar í sér almennar jólaóskir um frið og hins vegar beinist hún gegn versta tilræðinu við friðinn nú um stundir, Íraksstríðinu. Stíðið í Írak heldur áfram. Innrásaröflin verða stundum að breyta túlkun sinni á eðli þess. Flestar vestrænar fréttastofur (m.a. íslenskar) bergmála þá túlkun. Í byrjun var fylgismönnum Saddams helst kennt um ofbeldið. Síðan var áherslan lögð á al-Qaeda, ekki síst á al-Zarqawi, hinn blóðþyrsta jórdanska al-Qaedaliða. Eftir að hann var drepinn er kápunni enn snúið og nú kallast ofbeldið „átök trúarhópa" og „borgarastríð" og er túlkað sem stríð milli ofstækisfullra sía- og súnnímanna. Stöku sinnum heyrast þó fréttir af að dauðsaveitir þær sem flesta myrða tengist svonefndri „ríkisstjórn" Íraks og C.I.A. og að allt sé þetta hluti af hinu grimmilega, löglausa og tilefnislausa ensk-bandaríska hernámi á Írak. Innrásin og hernámið hefur enn fullan og yfirlýstan stuning Íslands. Kjörorð okkar eru hin sömu og áður: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hlynur Hallsson, myndlistamaður Kór Akureyrarkirkju syngur Kerti verða seld í upphafi göngunnar. Taka ber fram í ljósi verðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir. Áhugafólk um friðvænlegri heim

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …