BREYTA

Blysför á Akureyri í þágu friðar

AkureyriÁhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en gengið hefur verið frá árinu 2002. Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) á Akureyri kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Blysför í þágu friðar felur annars vegar í sér almennar jólaóskir um frið og hins vegar beinist hún gegn versta tilræðinu við friðinn nú um stundir, Íraksstríðinu. Stíðið í Írak heldur áfram. Innrásaröflin verða stundum að breyta túlkun sinni á eðli þess. Flestar vestrænar fréttastofur (m.a. íslenskar) bergmála þá túlkun. Í byrjun var fylgismönnum Saddams helst kennt um ofbeldið. Síðan var áherslan lögð á al-Qaeda, ekki síst á al-Zarqawi, hinn blóðþyrsta jórdanska al-Qaedaliða. Eftir að hann var drepinn er kápunni enn snúið og nú kallast ofbeldið „átök trúarhópa" og „borgarastríð" og er túlkað sem stríð milli ofstækisfullra sía- og súnnímanna. Stöku sinnum heyrast þó fréttir af að dauðsaveitir þær sem flesta myrða tengist svonefndri „ríkisstjórn" Íraks og C.I.A. og að allt sé þetta hluti af hinu grimmilega, löglausa og tilefnislausa ensk-bandaríska hernámi á Írak. Innrásin og hernámið hefur enn fullan og yfirlýstan stuning Íslands. Kjörorð okkar eru hin sömu og áður: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hlynur Hallsson, myndlistamaður Kór Akureyrarkirkju syngur Kerti verða seld í upphafi göngunnar. Taka ber fram í ljósi verðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir. Áhugafólk um friðvænlegri heim

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit