BREYTA

Blysför á Akureyri í þágu friðar

AkureyriÁhugafólk um friðvænlegri heim stendur að hinni árlegu blysför í þágu friðar á Þorláksmessu, en gengið hefur verið frá árinu 2002. Gengið verður frá Samkomuhúsinu (Leikhúsinu) á Akureyri kl. 20.00 og út á Ráðhústorg. Blysför í þágu friðar felur annars vegar í sér almennar jólaóskir um frið og hins vegar beinist hún gegn versta tilræðinu við friðinn nú um stundir, Íraksstríðinu. Stíðið í Írak heldur áfram. Innrásaröflin verða stundum að breyta túlkun sinni á eðli þess. Flestar vestrænar fréttastofur (m.a. íslenskar) bergmála þá túlkun. Í byrjun var fylgismönnum Saddams helst kennt um ofbeldið. Síðan var áherslan lögð á al-Qaeda, ekki síst á al-Zarqawi, hinn blóðþyrsta jórdanska al-Qaedaliða. Eftir að hann var drepinn er kápunni enn snúið og nú kallast ofbeldið „átök trúarhópa" og „borgarastríð" og er túlkað sem stríð milli ofstækisfullra sía- og súnnímanna. Stöku sinnum heyrast þó fréttir af að dauðsaveitir þær sem flesta myrða tengist svonefndri „ríkisstjórn" Íraks og C.I.A. og að allt sé þetta hluti af hinu grimmilega, löglausa og tilefnislausa ensk-bandaríska hernámi á Írak. Innrásin og hernámið hefur enn fullan og yfirlýstan stuning Íslands. Kjörorð okkar eru hin sömu og áður: - Frið í Írak! - Burt með árásar- og hernámsöflin! - Enga aðild Íslands að stríði og hernámi! Ávarp flytur Hlynur Hallsson, myndlistamaður Kór Akureyrarkirkju syngur Kerti verða seld í upphafi göngunnar. Taka ber fram í ljósi verðurspár að aðeins verður gengið ef veður leyfir. Áhugafólk um friðvænlegri heim

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …