Laugardagur 5. apríl, 11:27 Góðan dag, í gær var póstað á síðuna ykkar grein um Nató. Ég og Sólveig Anna Jónsdóttir settum inn gagnrýnin komment við hana. Ég hafði vonast eftir svarkommenti við gagnrýni okkar, en nú hefur færslan verið tekin út. Mig langar að óska eftir einhvers konar opinberu svari, annað hvort um efni greinarinnar, eða skýringu á því hvers vegna hún var tekin út af síðunni. Ég bið um þetta í þágu opinskárrar og gagnrýnnar umræðu, sem mér finnst eiga vel heima á síðunni ykkar þótt samstaðan skipti líka mál. Kær kveðja, Viðar Þorsteinsson Laugardagur 5. apríl 12:28 Sæll, Viðar. Takk fyrir gagnrýnina og mér þykir það miður að hún skuli hafa tapast þegar innleggið var fjarlægt. Innleggið fór inn án þess lágmarkssamþykkis sem við höfum miðað við til að birta innlegg hjá okkur og fór inn á þannig tíma að hún fékk að hanga inni of lengi áður við brugðumst við. Deiling greinarinnar speglar alls ekki skoðun allra innan knúzsins og eru þó nokkrir meðlimir sem deila þinni skoðun. Ástæðan fyrir því að hún var fjarlægð er svo sú að þessi lágmarkskonsensus aðferð var sniðgengin. Kær kveðja, Jón Thoroddsen fyrir hönd knúzs. Laugardagur 5. apríl 15:08 Kær Jón og Knúz.is, takk fyrir svör. Mér finnst ekki nóg að fá bara að vita að eitthvert verkferli hafi verið brotið. Það verður að greina frá því hver afstaða Knúz.is er til þessarar birtingar, og þeirra pólitísku skilaboða sem hún sendir. Þetta er mikilvægt fyrir lesendur og stuðningsfólk síðunnar. Með öðrum orðum, það eitt að prótókoll hafi verið brotinn skýrir ekki hvers vegna Knúz.is tók þessa birtingu til baka. Það er nauðsynlegt að upplýsa lesendur um pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur þess. Ég vonast eftir því að Knúz birti opinbera yfirlýsingu um þetta. Kær kveðja, Viðar

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …