Laugardagur 5. apríl, 11:27 Góðan dag, í gær var póstað á síðuna ykkar grein um Nató. Ég og Sólveig Anna Jónsdóttir settum inn gagnrýnin komment við hana. Ég hafði vonast eftir svarkommenti við gagnrýni okkar, en nú hefur færslan verið tekin út. Mig langar að óska eftir einhvers konar opinberu svari, annað hvort um efni greinarinnar, eða skýringu á því hvers vegna hún var tekin út af síðunni. Ég bið um þetta í þágu opinskárrar og gagnrýnnar umræðu, sem mér finnst eiga vel heima á síðunni ykkar þótt samstaðan skipti líka mál. Kær kveðja, Viðar Þorsteinsson Laugardagur 5. apríl 12:28 Sæll, Viðar. Takk fyrir gagnrýnina og mér þykir það miður að hún skuli hafa tapast þegar innleggið var fjarlægt. Innleggið fór inn án þess lágmarkssamþykkis sem við höfum miðað við til að birta innlegg hjá okkur og fór inn á þannig tíma að hún fékk að hanga inni of lengi áður við brugðumst við. Deiling greinarinnar speglar alls ekki skoðun allra innan knúzsins og eru þó nokkrir meðlimir sem deila þinni skoðun. Ástæðan fyrir því að hún var fjarlægð er svo sú að þessi lágmarkskonsensus aðferð var sniðgengin. Kær kveðja, Jón Thoroddsen fyrir hönd knúzs. Laugardagur 5. apríl 15:08 Kær Jón og Knúz.is, takk fyrir svör. Mér finnst ekki nóg að fá bara að vita að eitthvert verkferli hafi verið brotið. Það verður að greina frá því hver afstaða Knúz.is er til þessarar birtingar, og þeirra pólitísku skilaboða sem hún sendir. Þetta er mikilvægt fyrir lesendur og stuðningsfólk síðunnar. Með öðrum orðum, það eitt að prótókoll hafi verið brotinn skýrir ekki hvers vegna Knúz.is tók þessa birtingu til baka. Það er nauðsynlegt að upplýsa lesendur um pólitískar og hugmyndafræðilegar forsendur þess. Ég vonast eftir því að Knúz birti opinbera yfirlýsingu um þetta. Kær kveðja, Viðar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …