BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.