BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Samkomulag milli Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál

Niðurstöðurnar af samningaviðræðum íslenskra og bandarískra stjórnvalda má nálgast á vefsíðu stjórnarráðsins. Um er …

SHA_forsida_top

Sagan öll

Sagan öll

Sagnfræðingurinn Vigfús Geirdal rifjar upp ýmsa þætti úr sögu bandarísku hersetunnar og herstöðvarinnar á Miðnesheiði. …

SHA_forsida_top

Dagskrá næstu daga

Dagskrá næstu daga

Það er margt á döfinni hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga í Friðarhúsi þessa vikuna. Föstudagskvöldið 29. september …

SHA_forsida_top

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

STASI-kennd viðbrögð íslenskra stjórnvalda

Nýlegar fréttir um símahleranir og aðra njósnastarfsemi um borgarana kemur þeim ekki verulega á óvart …

SHA_forsida_top

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Sáttaferli á átakasvæðum heimsins - ráðstefna í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju 22. september

Frá Hafnarfjarðarkirkju Dr. Rodney Petersen forstöðumaður Guðfræðistofnunarinnar í Boston, Boston theological Institute og dr. Raymond …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í friðarhúsi.

SHA_forsida_top

NATO og Ísrael

NATO og Ísrael

Að undanförnu hafa tengsl milli NATO og Ísraels verið að styrkjast. Nánast engin tengsl voru …

SHA_forsida_top

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Herinn að fara - Björgunarskóli á Suðurnesjum?

Í eftirfarandi grein, sem Ólafur Þór Gunnarsson læknir birti á vefsíðu sinni 16. mars 2006, …

SHA_forsida_top

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Rannsóknarstöð í jarðvísindum reist á rústum herstöðvar

Eftirfarandi hugmynd var birt á vefsíðu Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 8. september síðastliðinn: Hugmynd um …

SHA_forsida_top

Snautleg brottför

Snautleg brottför

Á vefritinu Múrnum 11. september fjallaði Ármann Jakobsson um snautlega brottför bandaríska hersins og tilgangsleysi …

SHA_forsida_top

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

11. september: ein öld liðin frá því að hreyfing Gandhis varð til

Í dag eru fjölmiðlar uppteknir af atburðunum í Bandaríkjunum fyrir 5 árum, sem vonlegt er. …

SHA_forsida_top

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Kók framleitt að nýju í Afganistan

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu og á visir.is í dag, 11. september: Fréttablaðið, 11. …

SHA_forsida_top

NATO: hernámslið í Afganistan

NATO: hernámslið í Afganistan

Fáir virðast sakna bandaríska hersins nú þegar hann er næstum farinn nema fáeinir staðnaðir kaldastríðsmenn …

SHA_forsida_top

Við hvað erum við hrædd?

Við hvað erum við hrædd?

eftir Sigurð Eyberg Jóhannesson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 3. september 2006 Þú og …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.