BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Að sletta skyri og príla upp krana

Að sletta skyri og príla upp krana

Reykjavíkurakademían efnir til málþings fimmtudaginn 18. maí milli kl. 16:30 og 18:30. Umræðuefnið er mótmæli …

SHA_forsida_top

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Svíar árétta andstöðu sína við NATO

Enn einu sinni hefur það verið staðfest að sænska þjóðin kærir sig ekki um að …

SHA_forsida_top

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Sérfræðingar um málefni Mið-Austurlanda segja: Hættið hernaðarógnunum gagnvart Íran!

Í síðustu viku var gefin út í Bandaríkjunum áskorun til George W. Bush forseta …

SHA_forsida_top

Vígvæðing NATO í Evrópu

Vígvæðing NATO í Evrópu

Á annarri síðu Fréttablaðsins laugardaginn 12. maí er lítil en athyglisverð frétt og reyndar mjög …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Bandaríkjamenn sagðir vera að undirbúa Íransárás

Undirskriftalisti gegn áformum um árás á Íran. Skráið ykkur. Hvert nafn skiptir máli. Bandaríkjamenn …

SHA_forsida_top

Jeppar og jakkaföt

Jeppar og jakkaföt

„Jeppar og jakkaföt, kynjamyndir í íslenskri utanríkisstefnu“ heitir erindi sem Birna Þórarinsdóttir stjórnmálafræðingur og framkvæmdastýra …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Ný stjórn Friðarhúss kjörin

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. var haldinn laugardaginn 6. maí. Fram kom að áætlanir félagsins um …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

SHA_forsida_top

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

Lygarinn sem ríkisstjórnin vill að verji Ísland

„Það virðist engin áhrif hafa,“ segir Ögmundur Jónasson á heimasíðu sinni í dag, „hvorki á …

SHA_forsida_top

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Er Ísland ennþá ríki án eigin hers?

Svo spyr Jón Ólafsson prófessor á Bifröst í grein á Kistunni 11. apríl síðastliðinn. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf. Aðalfundur undirbúinn.

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið hefst í Aþenu 4. maí

Fjórða evrópska samfélagsþingið (European Social Forum) hefst í Aþenu 4. maí og stendur til …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss, laugardag

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn í húsnæði félagsins laugardaginn 6. maí n.k. og hefst …