BREYTA

Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Fundur á Akureyri laugardaginn 17. mars kl. 14

waronterror Fyrirlestur sem þú ættir ekki að sleppa. Laugardaginn 17. mars kl. 14.00. Skrifstofu Vinstri grænna, Hafnarstræti 98, Akureyri. Í tilefni af því að 19. mars er innrásin í Írak fjögurra ára heldur Elías Davíðsson erindi á vegum Samtaka hernaðrandstæðinga. Opið öllum. Er hryðjuverkaógnin raunveruleg? Titill erindisins er leiðandi og gefur í skyn að það sem fjölmiðlar segja um hryðjuverkaógnina geti verið ýkt eða tilbúið. Fyrst mun Elías sýna fram á, að barátta gegn hryðjuverkum er nú eitt af meginviðfangsefnum NATO og vestrænna ríkja á sviði öryggismála. Næst rýnir hann í forsendur þessa átaks, þ.e. hve umfangsmikil hryðjuverkaógnin sé. Hann mun greina milli tveggja flokka af hryðjuverkum, annars vegar raunverulegra hryðjuverka og hins vegar sviðsettra hryðjuverka. Að lokum mun Elías ræða um notagildi hryðjuverkaógnunarinnar fyrir stjórnun á samfélögum. Elías Davíðsson er kerfisfræðingur, forritari og tónlistarmaður, f. í Palestínu 1941, en hefur búið hér á landi frá 1962. Á liðnum árum hefur hann stundað rannsóknir á sviði þjóðaréttar og mannréttinda, m.a. um hryðjuverk, þ.m.t. atburðina 11. september 2001 og hryðjuverkin í London og Madrid. Árið 2005 flutti hann erindi á alþjóðlegri ráðstefnu lýðræðissinnaðra lögfræðinga í París, um hryðjuverkaógnina. Erindið hefur verið birt í tímariti um alþjóðamál sem gefið er út í Tehran og í nýútkominni bók í Bandaríkjunum. Það heitir "The War on Terror: A Double Fraud Upon Humanity" og er birt á vefsíðu Elíasar www.aldeilis.net Elías er stofnandi íslensku 11. september hreyfingarinnar og vefstjóri evrópsku vefsíðu 11. september hreyfingarinnar. Sú hreyfing berst fyrir því að atburðirnir 11. september 2001 verði upplýstir að fullu. Munið: 17. mars á Akureyri! 19. mars í Reykjavík

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …