BREYTA

Eru menn gengnir af göflunum?

Norsk soldatFregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita samkomulag á sviði varnar- og öryggismála, sem í stuttu máli felur í sér heimildir norska hersins til yfirflugs og æfinga á íslensku landi. Tímasetningin er engin tilviljun. Greinilegt er að Framsóknarmenn álíta að seta þeirra á valdastólum sé senn á enda og vilja festa Ísland í hernaðarsamstarfi við annað ríki hálfum mánuði áður en þjóðin gengur til kosninga. Gerningur þessi er eins fráleitur og hann er ólýðræðislegur. Eins og fram kemur í norskum fjölmiðlum og sagt er frá í Morgunblaðinu, er tekið fram að samkomulagið verði aðeins í gildi á friðartímum. Sú var tíðin að stuðningsmenn hersetunnar létu í það skína að vera hersins væri tímabundin nauðsyn og hér skyldi ekki vera her á friðartímum. Nú hefur ríkisstjórnin haft endaskipti á hlutum og boðar að hér skuli vera her á friðartímum einvörðungu! Er nema von þótt gárungar spyrji hvort næst verði ekki samið við norska slökkviliðið um að samstarf – þangað til að kviknar í? Þótt fréttaflutningur þessi sé í aðra röndina broslegur, er hér um grafalvarlegt mál að ræða. Íslenskir ráðamenn eru farnir að líta svo á að hernaðarstarfsemi hér á landi sé orðin markmið í sjálfu sér. Fregnirnar af samkomulaginu við Norðmenn eru með öllu órökréttar, nema í því ljósi að ætlunin sé að norski herinn eigi að hjálpa til við að koma upp íslenskum her. Gegn þessu verða íslenskir hernaðarandstæðingar að berjast með ráðum og dáð. Burt með ríkisstjórnina! Enga herstöðvasamninga við Norðmenn eða aðrar ríkisstjórnir! Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

SHA heldur á fund Sýslumanns

SHA heldur á fund Sýslumanns

Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: .Klukkan 14 í dag, föstudag, munu …

SHA_forsida_top

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Hinn eitraði arfur hersetunnar

Í tengslum við lokun herstöðvarinnar á Miðnesheiði hafa verið talsverðar umræður um mengun á herstöðvasvæðunum, …

SHA_forsida_top

Umræðum um SHA haldið áfram

Umræðum um SHA haldið áfram

Í þessari grein heldur Þórarinn Hjartarson áfram þeirri umræðu birt er hér á vefnum undir …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Umræður um hlutverk og framtíð Samtaka herstöðvaandstæðinga

Dagana 15.-20. mars fóru fram í tölvuskeytum allmiklar umræður um hlutverk og framtíð SHA. Þeir …

SHA_forsida_top

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Ferðasaga frá fjarlægu landi

Nokkuð er um að vinir og velunnarar Friðarhúss fái þar inni með fundi um ýmis …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Jólahlaðborð í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss er að þessu sinni jólahlaðborð með glæsilegum matseðli. Matseðill: Heimalöguð sænsk jólaskinka með …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK: Fundur um málefni Vestur-Sahara 15. nóv. kl. 20

MFÍK heldur fund í Friðarhúsi miðvikudagskvöldið 15. nóv. kl. 20 um ástandið í Vestur-Sahara, en …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar um málefni Vestur-Sahara.

SHA_forsida_top

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Íslensk stjórnvöld ákærð vegna ábyrgðar þeirra á kjarnorkuvopnaáætlun NATO

Belgísku friðarsamtökin Forum voor Vredesactie og Bombspotting hafa í samvinnu við Greenpeace hvatt til þess …

SHA_forsida_top

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Sendiherra Ísraels laumaðist út um glæpamannaútgang utanríkisráðuneytisins

Nokkur hópur fólks, sennilega á annað hundrað manns, söfnuðust saman við utanríkisráðuneytið laust fyrir kl. …

SHA_forsida_top

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

Mótmælum fjöldamorðum Ísraelshers!

við komu sendiherra Ísraels í Utanríkisráðuneytið við Rauðarárstíg þriðjudag 14. nóv. kl. 10:45.

SHA_forsida_top

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Breyting á nafni Samtaka herstöðvaandstæðinga?

Árið 1972 voru Samtök herstöðvaandstæðinga stofnuð. Félagið var reist á grunni Samtaka hernámsandstæðinga sem legið …

SHA_forsida_top

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

The Chicken Commander í Friðarhúsi mánudaginn 13. nóv. kl 20

Það er eitt og annað á döfinni í Friðarhúsi um þessar mundir. Unnið hefur verið …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Myndin The Chicken Commander eftir Kristinn Hrafnsson og Friðrik Guðmundsson sýnd í Friðarhúsi.