BREYTA

Eru menn gengnir af göflunum?

Norsk soldatFregnir berast nú af því að íslensk og norsk stjórnvöld muni síðar í vikunni undirrita samkomulag á sviði varnar- og öryggismála, sem í stuttu máli felur í sér heimildir norska hersins til yfirflugs og æfinga á íslensku landi. Tímasetningin er engin tilviljun. Greinilegt er að Framsóknarmenn álíta að seta þeirra á valdastólum sé senn á enda og vilja festa Ísland í hernaðarsamstarfi við annað ríki hálfum mánuði áður en þjóðin gengur til kosninga. Gerningur þessi er eins fráleitur og hann er ólýðræðislegur. Eins og fram kemur í norskum fjölmiðlum og sagt er frá í Morgunblaðinu, er tekið fram að samkomulagið verði aðeins í gildi á friðartímum. Sú var tíðin að stuðningsmenn hersetunnar létu í það skína að vera hersins væri tímabundin nauðsyn og hér skyldi ekki vera her á friðartímum. Nú hefur ríkisstjórnin haft endaskipti á hlutum og boðar að hér skuli vera her á friðartímum einvörðungu! Er nema von þótt gárungar spyrji hvort næst verði ekki samið við norska slökkviliðið um að samstarf – þangað til að kviknar í? Þótt fréttaflutningur þessi sé í aðra röndina broslegur, er hér um grafalvarlegt mál að ræða. Íslenskir ráðamenn eru farnir að líta svo á að hernaðarstarfsemi hér á landi sé orðin markmið í sjálfu sér. Fregnirnar af samkomulaginu við Norðmenn eru með öllu órökréttar, nema í því ljósi að ætlunin sé að norski herinn eigi að hjálpa til við að koma upp íslenskum her. Gegn þessu verða íslenskir hernaðarandstæðingar að berjast með ráðum og dáð. Burt með ríkisstjórnina! Enga herstöðvasamninga við Norðmenn eða aðrar ríkisstjórnir! Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …